Aldamót - 01.01.1901, Blaðsíða 81
atriöi, svo langt sem hún náöi, andi og líf, en ekki
bókstafur og dauði. í rauninni hugsaöi hann lítið um
kenningu þessa út af fyrir sig. Enginn efaðist á hans
dögum um guðlegan uppruna ritningarinnar. Hún
var þá lesin meir en nokkurn tíma áður síðan í fyrstu
kristni, eftir að hún var út komin í hinni ágætu þýð-
ingu hans á þýzku. Sjálfur talaði Lúter um hana
með mestu lotningu og sagði, að hver bókstafur henn-
ar og titill væri meira virði en himinn og jörð. Á hinn
bóginn talaði hann lfka um hey og hálm, er slæðst
hefði inn í hinar góðu hugsanir spámannanna. Hann
benti líka á, að jafnvel rökfærsla postulans Páls væri
að minsta kosti á einum stað gölluð (, ,siau Stich zu
schawch“ Gal. 4, 21 sqq). Hann var mjög óánægður
með sumar bækur ritningarinnar, ekki einungis Jakobs
bréf, heldur einnig Júdasar-bréfið, Hebreabréfið, Op-
inberunarbókina, Esters-bók og jafnvel suma spá-
mennina. Að Lúter var svo frjáls og óbundinn í dóm-
um sínum um ritninguna, og þó eins auðmjúkur maður
gagnvart guði og sanntrúaður í hjarta, er eitt hið göf-
ugasta einkenni anda hans. Einmitt það út af fyrir
sig er sálin — aflið guðdómlega—í hinu frjálsmann-
lega starfi hans að afokun mannsandans.
Skilningur hans á ritningunni var þessi: Hún á
að ákveða atriði trúarinnar, — hún og enginn annar,
ekki einu sinni neinn engill. En svo bætti hann þetta
upp með að segja: ,,Ef eg veit, hverju eg trúi, veit
eg líka, hvað í ritningunni stendur, því efni hennar er
ekki annað en Kristur og kristileg trú“. En kjarninn
í allri skoðun hans á biblíunni kom bezt fram þar sem
hann staðhæfir, að það sé hinn sanni prófsteinn allra
bóka ritningarinnar að kornast eftir, hvort þær leggi