Aldamót - 01.01.1901, Page 92
92
aö biblían er guöinnblásin bók? Meö hverjum rétti
get eg staðhæft þaö frammi fyrir heiminum, oð biblí-
an hafi sáluhjálpleg sannindi inni að halda! Hví er
er hún um fram aðrar bækur heilög bók? Hvaða
ástæðu hefi eg til að kalla hana guðs orð?
VII.
Biblían er ekki ein bók, heldur margar bækur.
Hin eldri guðfræði skoðar hana sem eina bók, er hafi
í rauninni að eins einn höfund,—heilagan anda. Hin
nýrri guðfræði skoðar hana frekar sem safn af bókum
eftir ýmsa höfunda, suma kunna og aðra ókunna, er
lifað hafa á ýmsum öldum og ýmsum sögulegum tíma-
bilum. Hver bók á sína sögu út af fyrir sig, sem á-
ríðandi er að gjöra sér grein fyrir til þess að geta skil-
ið þá bók til fuils. Allar þessar bækur heyra einni á-
kveðinni þjóð til og lýsa lífi hennar, þótt þær séu rit-
aðar á tveimur ólíkum tungumálum.
Því er eins varið með þessar bókmentir og allar
aðrar bókmentir. Þær bera vott um það andans líf,
er lifað hefir hjá þeirri þjóð, er fæddi þær af sér.
Allar bækur eru skuggsjá af því andans lífi, er bærst
hefir í sál höftindanna og í því mannfélagi, er mynd-
aði hinn nánasta umheim þeirra,
Hvernig er nú það andans líf, sem þessar bók-
mentir bera vott um? Hvað sé eg í þessari skuggsjá?
Þær ganga svo að segja allar í eina átt. Þær eru
svo fáorðar að furðu gegnir um þær hliðar lífsins, er
helzt hafa speglast í bókmentum annarra þjóða. Þær
ganga nálega þegjandi fram hjá náttúruhlið lífsins.
Þær láta líka menningarbaráttuna mjög lítið koma sér
við. Það, sem aðrar bókmentir mesta rækt hafa lagt