Aldamót - 01.01.1901, Síða 97
97
í enn dýrölegri mynd til sinnar eigin þjóöar, —kemur
og heldur dóm yfir ótrúmenskunni og hálfvelgjunni,
6n einkum og sér í lagi yfir heiöingjaþjóöunum, er
hann hefir hingað til notað sem svipur hegningarinnar.
Orðið, sem hann hefir talað til spámannanna, á að
veröa hold, á að birtast í syndugum mannheimi eins og
sérstök persóna, eins og dýrölegur ljóssins höföingi og
konungur, eftir lýsing þeirra Esajasar og Mika (Es. 7;
9; 11. Mika 5). En einkum á hann að koma fram í
hinni undarlegu þjónsmynd; sem þjónn drottins áhann
að taka að sér alla synda- sársauka- og kvalabyröi
heimsins, til þess að frelsa sitt fólk og gjöra það eilíf-
lega farsælt (Es. 53). Orð guðs til spámannanna
verður á þenna hátt hold og blóð og birtist meðal
mannanna í konungslíking og píslarmynd. Hér er sá
Messías, sem á að yfirvinna heiminn. Hann á að
samansafna hinum dreifðu ættkvíslum Israels oghann á
að sitja í hásæti Davíðs og Salómons og ríkja yfir þjóð
sinni í friði og farsæld. Heiðingjaþjóðirnar víðs vegar
um heiminn dregur hann að sér með segulafli kærleik-
aus,—með sinni óumræðilegu auðmýkt og sinni sáru
písl.
3. Þá er sálmaskáldskapurinn í Israel ekki síður
eftirtektaverður. Þar birtist hin sterka og brennheita
guðstrú Israelsmanna oss í skínandi búningi. Þar sjá-
um vér, hvernig beðið var í ísrael. Aldrei hefir manns-
sálin tekið eins á af öllu afli og beitt eins aðdáanlegri
orku, þegar hún hefir komið fram fyrir hásæti drott-
ins, áður en kristindómurinn kom til sögunnar. Aldrei
hafa eins sárar stunur, önnur eins sálarangist, annar
eins ótti fyrir syndinni og afleiðingum hennar stigið
upp til himins, áður en mannkynsfrelsarinn háði gras-