Aldamót - 01.01.1901, Page 103
103
hann heimtar af mér. Jesús Kristur er orðiö,—guðs
orð til mannanna í eiginlegasta og strangasta skilningi.
En biblían er guðs orð af því hún er um hann. En
einungis að svo miklu leyti, sem hún er um hann.
VIII.
Um leið og eg játa trú mína á Jesúm Krist, játa
eg trú mína á guðlega opinberun. Guð hefir opinber-
að sjálfan sig á dýrlegastan hátt í syni sínuin Jesú
Kristi. Öll guðleg opinberun er þar fullkomnuð og
leidd til lykta. Trú mín á guðlegan uppruna biblí-
unnar er bygð á og fléttuð saman við trú mína á Jesúm
Krist. Þegar eg fer að hugsa mig um, hvernig hún
hófst í hjarta mínu, kemst eg ávalt að þeirri niður-
stöðu: Fyrst af öllu trúði eg á frelsara minn Jesúm
Krist. Trúin í barnahjörtunum vaknar helzt á Jóla-
hátíðinni. Minsta kosti er enginn vafi á því, að
barnatrúnni veitir auðveldast að tileinka sér trúna á
Jesúm Krist, hann, sem var barn hér á jörðunni eins
og þau.
Þessi trú hefir vaknað í hjörtum vorum allra við
það, sem oss hefir sagt verið af einhverjum trúuðum
manni, annaðhvort föður eða móður, eða þá einhverj-
um öðrum. Trú vor hefir ekki myndast í hjörtum
vorum á þann hátt, að vér höfum trúað ritningunni
fyrst, að vér höfum trúað á Jesúm Krist, af því vér
höfum um hann lesið f biblíunni. Það er naumast fyr
en vér höfum náð fullum þroska, að biblían og lestur
hennar fer að styrkja trú vora. Og þó sárt sé að
þurfa að segja það, lestur langflestra kristinna manna
í biblíunni er annaðhvort alls enginn eða þá svo lítill
og ófullkominn, að hann hefir alls enga þýðing fyrir