Aldamót - 01.01.1901, Blaðsíða 108
io8
þá til föðursins og kendi þeim að elska hann — dróg
þá til mannanna og kendi þeim aS elska þá.
Og þegar hann var farinn frá þeim,kom andi hans
yfir þá. Þeir héldu áfram sama starfinu og hann haföi
hafið að endurlausn mannanna með því að koma þeim
í samband við hann, leiða þá andlega til hans. Öld-
ungis í sama anda og hann starfaði, störfuðu líka þeir.
Síðan er þessi sami andi starfandi í kirkju Jesú Krists
og í hjörtum allra þeirra, er í sannleika á hann trúa.
Sá sögulegi atburður, að Jesús Kristur kom í heim-
innn og grundvallaði guðs ríki meðal mannanna, var
ekki til lykta leiddur, ekki sögulega staðfestur, fyrr
en hann var færður í letur af þeim, er honum stóðu
næst, þegið höfðu sama andann og hann, skilið til-
gang og þýðingu komu hans í heiminn. Bókment-
irnar, er fram komu fyrir það andans líf, sem hann
hratt af stað og varðveittu myndina af honum í skugg-
sjá sinni, eru því liður í þeirri opinberun, sem vér höf-
um í Jesú Kristi. An nýja testamentisins hefði sú
opinberun ekki náð tilgangi sínum. En í þessumbók-
um guðspjallamannanna og postulanna nær andi Jesú
Krists til allra. Vér höfuin þar ógleymanlega og öld-
ungis áreiðanlega mynd af honum, sem er vegurinn,
sannleikurinn og lífið. Og um leið eins sögulega full-
komna mynd og unt er að fá af því andans lífi, sem
hann kveikti hér á jörðu og stöðugt er að breiðast út
um heiminn.
Guð hefir opinberað sjálfan sig í Jesú Kristi. Það
er vor kristilega trú. Nýja testamentið er óaðgrein-
anlegur hluti þeirrar opinberunar. Sá guð, sem hefir
gefið sig til kynna fyrir samvizkum einstakra manna
frá sköpun heimsins, en síðast og ljósast með sending