Aldamót - 01.01.1901, Page 111
unni inn í öldungis nýjan farveg. Hann hefir um-
myndað mannlífiö, gefiö mönnunum hinar háleitustu
hugsjónir, göfgaö siðina, rýmt út spillingu og harö-
neskju, blíökaö lundina, aukiö mannúðina og kærleik-
ann, lagt blessun sína yfir alla menningarbaráttuna.
Nú standa þjóðirnar framarlega eöa aftarlega í þeirri
baráttu alt eftir því, hve andi nýja testamentisins hefir
fengið vald yfir hugum þeirra og líferni.
Að hverju leyti er þá nýja testamentið ólíkt öll-
um veraldlegum bókmentum — öllu því dýpsta og
bezta, er mennirnir hafa hugsaö og ritað, bæði meðal
heiöingjanna og eins í hinum kristna heimi?
Allar veraldlegar bókmentir eru fram komnar við
það andans afl, sem lagt var niður í mannlífið frá upp-
hafi. Þær eru fram komnar við sama andans afl og
andans ljós og öll önnur menning heimsins. En nýja
testamentið segir oss frá nýju andans afli, er hrundið
hefir verið inn í mannkynssöguna — opinberun guðs í
Jesú Kristi. Orð þess er þrungið af anda hans.
Hið sama má segja um gamla testamentið að
vissu leyti. Einnig þar höfum vér opinberunarsögu
fyrir oss. Sami andinn, sem þar er að opinbera sig
fyrir mönnunum, hvílir yfir sögunni um þá opinberun.
En alt er þar miklu skemra á veg komið. Þar er alt
í eins konar óljósri rökkurskímu. Hinar mannlegu
umbúðir eru margfalt meiri. Sannleikurinn hefir þar
ekki nærri því eins mikið dragandi afl fyrir samvizkur
vorar. En gamla testamentið stendur í órjúfanlegu
sögusambandi við nýja testamentið og sýnir, hvernig
guð á þeirri tíð setti sig í samband við samvizkur
mannanna. Það er vitnisburður um kærleika guðs til
mannanna eins og hann birtist á þeirri tíð. Og það