Aldamót - 01.01.1901, Side 112
112
er vitnisburöur um þeirrar tíöar trú og ávextina, sem
hún bar í lífinu.
Þetta eru landamerkin aö utan og ofan. En er
nú unt að draga álíka landamerkjalínu að neðan? Að
hverju leyti er nýja testamentið ólíkt þeim bókment-
um, sem út af því hafa æxlast?
Eg hefi nú í huga guðfræðina alla — hina vísinda-
legu hugsun um trúaratriðin, er guðfræðingarnir hafa
lagt svo mikla rækt við. Eg hefi f huga alla prédikun
kristindómsins frá því á dögum postulanna. Eg hefi
í huga alt það, er ritað hefir verið kristindóminum til
varnar síðan á fyrstu öldum. Og eg hefi í huga hinn
margraddaða, inndæla sálmasöng, er stigið hefir upp
frá hjörtum kristninnar í nærri nítján aldir. Eru hér
eins glögg landamerki og að ofan?
Nei, eins glögg eru þau ekki. Því hér er sami
andinn starfandi, sami andans heimur, sömu sannind-
in, sem verið er að ræða, sama trú, sama von, sama
stefna. Landamerkin eru að eins fólgin í því mis-
munandi andans afli, er fram kemur. En sá munur
er svo mikll, að vér erum ekki í neinum vafa. Tök-
um til dæmis þær bókmentir, er fram komu í kirkjunni
næst eftir daga postulanna — hina svo-nefndu postul-
legu feður og trúvarnarritin, er fram komu í kristninni
á annarri öld. Það eru ágætar bókmentir, þegar þær
eru bornar saman við kirkjulegar bókmentir síðari
alda. Trúin á hinn upprisna frelsara er þar bæði ljós
og sterk og hjörtu höfundanna brennheit fyrir máleíni
kristindómsins og af hans anda. Hugsun og rökfærsla
prýðilega af hendi leyst eftir þeirtar tíðar hætti. Gáf-
ur og andans atgjörfi þessara kirkjulegu rithöfunda