Aldamót - 01.01.1901, Page 131
UNDIR LINDITRJÁNUM.
Fremur hefir fátt komiö út af
Hvaðtnest er utn íslenzkum bókum síöan vér sát-
vert í bðkment- um undir linditrjánum síðast.
tinum. Það er ekki hægt að segja, að
mikil bókaöld hafi verið nú hin
síðari árin. Blöðin og tímaritin eru þrándar í götu.
Að minsta kosti kenna menn þeim um. Fremur mun
nú samt hinu vera um að kenna í rauninni, að fátt er
hugsað og fátt ritað með þjóð vorri, er verulegur veig-
ur sé í. Hafi einhver ritað eitthvað, er hann álítur
þess vert, að það komi fyrir almennings sjónir, verða
vanalega ráðin einhver til að koma því út. Það er
ómetanlegur skaði, ef þjóð vor hættir að lesa og
kaupa bækur, því að lifa á eintómum dagblöðum, sem
eru þá líka stundum svo úr garði gjörð, að þau auka
hleypidóma og heimsku í stað þess að gjöra menn
vitrari, er álíka haldgóð fæða og flautir og gráslippa
þóttu hér fyrrum. Oss liggur lífið á bókum í öllum
efnum til að vekja og leiðbeina. Vér þurfum um
fram alt að gefa þjóð vorri eitthvað um að hugsa ann-
að en eintómt stjórnmálaþref, sem aldrei tekur enda.
Þeir, sem eitthvað hugsa sjálfir, og færir eru um að
rita, ættu að álíta það heilaga skyldu sína, að gefa
þjóð vorri heilbrigðar og haldgóðar hugsanir um vel-
ferðarmál hennar, svo hið andlega líf hennar fremur
glæðist en hrörni.
Á hinn bóginn ættu allir ritfærir menn að muna