Aldamót - 01.01.1901, Side 132
eftir því, að þaö er einn hinn stærsti glæpur, sem til
er, aö spilla hugsunarhætti einhverrar þjóðar með því,
er þeir rita, á hvern hátt, sem það er gjört. Það er
nógu slæmt að vera flæktur í einhverri öfugri hugsun
sjálfur, þótt maður dragi ekki svo og svo marga með
sér út í það öfugstreymi. Nógu slæmt að hafa spill-
andi áhrif með öfugum orðum og gjörðum á dálitlum
bletti rétt í kring um sig, þó maður reyni ekki að fylla
eyru heillar þjóðar afvegaleiðandi rugli. Rithöfundar
þjóðar vorrar þurfa að fá enn ljósari meðvitund um
þá siðferðislegu ábyrgð, er því fylgir að tala til heillar
þjóðar.
Kvæðabókar Benedikts Gröndal
Benedikt átti að verða getið í fyrra, en hún
Gröndal. kom mér of seint í hendur til þess,
að það gæti orðið. Það er býsna
stór bók, hátt á fjórða hundrað blaðsíður og mjög vel
til hennar vandað að öllum ytra frágangi; þó er sum-
um lengstu kvæðunum, sem til eru eftir höf., slept.
Hann hefir verið mikilvirkastur allra íslenzkra höfunda
sem nú eru uppi, enda einn hinn allra fjölfróðasti
maður, sem þjóð vor hefir átt. Hann hefir ritað um
heimspeki, fornfræði, náttúruvísindi, stjórnfræði, orkt á
latínu og þýtt úr grísku eins og ekkert væri. Alt þetta
hefir sýnst leika honum í hendi. Eftir að hann varð
kennari,tók hann að rita kenslubækur og eru heilmarg-
ar þeirra til eftir hann. I nýju málunum hefir hann
verið flestum mönnum betur að sér.og liggur'eftir hann
heill urmull af ritgjörðum ýmislegs efnis í útlendum
tímaritum. Hann hefir hamast að rita í allar áttir nú
í meir en hálfa öld og þó hefir hann verið hamhleypan
mesta í því að yrkja. Hann bar framan af ægishjálm
yfir hinum öðrum skáldum vorum í meðvitund alþýðu
rnanna á Islandi, sökum hins mikilfenglega og glæsi-
lega búnings, er hann færði ljóð sín í. Það var eins