Aldamót - 01.01.1901, Qupperneq 141
Hi
væn. Hjarta þeirra blæðir við að þurfa aS selja
dóttur sína. En fátæktin er annars vegar. Þeim
er alt annaS ómögulegt. Sigurgeir og Solveig eru
bæSi myndarleg. AS hún ætlar seinast aS ganga að
eiga Sveinbjörn þvernauSug til aS afstýra vandræSum
foreldra sinna, er göfugt. En samt tekur GuSbjörg
gamla öllum fram, sem til sögunnar eru nefndir. Það
er hin göfugasta kona, er fram hefir komiö í íslenzk-
um bókmentum síðan í fornöld. Oll sýnir sagan á-
takanlega kúgunina, sem koma má fram í fátæku
landi viö þá, sem allslausir eru. Hve mörg mannslíf
hún leggur í eyði! Hve hátt hún hlýtur að hrópa til
himins! Hve lengi mun hún fá aS þurka aðalsmerkin
burt úr lund þjóSar vorrar!
Litli-Hvammur er lang-lengsta sagan. SíSasta
sagan heitir ÖrSugasti hjallinn. Hún er rituS í
Reykjavík árið eftir, 1898. Ef til vill er hún fallegust
af öllum þessum sögum. Hún er eiginlega um hjóna-
bandiS. ÖldruS kona, Þórdís að nafni, segir ofur-
lítið brot úr hjónabandssögu sinni. Þegar hún var að
vaxa upp, voru tveir drengir leikbræSur hennar. Hét
annar Asgeir en hinn Þorkell. Voru þeir hvor öSrum
næsta ólíkir. Asgeir gáfaðri, laglegri, örari í lund,
liölegri og prúömannlegri í allri framkomu. Þorkell
þungur á sér líkamlega og andlega, stirður og ófram-
færinn, en fastur í lund og hinn áreiSanlegasti í öllu.
BáSir fara í skóla. Ásgeir á að fara til Hafnar á há-
skólann. Hann hittir Þórdísi áöur en hann fer. Þau
trúlofast. Hún bíöur og bíöur þreyjulaus eftir bréfi,
en það kemur aldrei. Eftir langan tíma fær hún að
heyra, aS Ásgeir muni hafa lagst í slark og óreglu.
Þorkell hættir við skólanám á miöri leiö, fer heim og
gjörist bóndi. FaSir Þórdísar kemur aS nokkurum
árum liðnum til hennar og leggur fyrir hana bónorð
Þorkels. Tekur hún því í fyrstu allfjarri, en þar kem-
ur, aö hún lætur tilleiSast. Þau giftast, en hjóna-
bandiS er henni kvalræöi, þótt hún finni í öllu, hve
vænn og göfugur maður Þorkell er. Loks fréttist þaö,