Aldamót - 01.01.1901, Blaðsíða 143
t43
skjögrar hann út. Hún fer á eftir honum. Úti er
harður bylur og snjór mikill. Hún grátbænir hann að
fara ekki, en koma heim með sér. En hann slítur sig
af henni. Hún verður að snúa heim og sezt inn í
baðstofu við óskaplega hugarkvöl. Nú er kominn
öskubylur. Hún telur alveg sjálfsagt, að hann muni
verða úti. Loks tekur hún það til bragðs að biðja
sýslumanninn að fara út í fjárhúsin og vita, hvort
þeir séu komnir með féð. En hann treystir sér ekki
að fara, hefir ekki áræði né karlmensku til þess. Hún
klæðir sig í karlmannsföt og kemst við harðan leik út
í fjárhúsin. Þar er alt tómt. Hún setur hrífu fyrir
hurðina, svo hún fjúki ekki opin, hniprar sig saman í
garðahöfðinu og bíður þar. Loksins heyrir hún hóað.
Svo er leitað á hurðina. Vinnumaðurinn heldur óðara,
að þar muni draugur inni fyrir. Þau finnast þarna
hjónin. Eftir dálítið viðtal, segir þorkell:
,,Skilst mér það rétt, að þú hafir farið út í bylinn bara til að vitja
um mig?“ — ,,Já, já!“, sagði hún. ,,Hvers vegna fór sýslumaður-
inn ekki með þér?“ — „Egbað hann ekki um það“. — ,,Má eg reka
hann úr okkar húsum á morgun eða fyrsta færan dag?“ — ,,Já“,
sagði hún. Svo bar hann hana heim. ,,Og eg get borið þig á hönd-
um mér alt lífið, á hverju sem gengur, og ætla líka að gjöra það“.
Svona komst Þórdís upp á örðugasta hjallann á
hjúskaparleiðinni. En söknuðinum eftir Asgeir fær
hún aldrei til fulls útrýmt úr hjarta sínu. Hann fer
af landi burt. Þorkell deyr. Hverjum þeirra mundi
hún vilja mæta í eilífðinni? Ef hún ætti son, skoðar hún
ekki huga sinn um, að hún vildi fyrir hvern mun, að
hann yrði líkur Þorkeli. Honum yrði þá ekki sjálfum
um að kenna, ef hann yrði ekki gæfumaður. Asgeiri
vildi hún ekki, að hann líktist með neinu móti. Hún
gæti þá ekki á heilli sér tekið. Hann bæri þá í sál
sinni frækorn ógæfunnar. Hann mundi þá líka varpa
óhamingju inn í sál annarra manna. En hún getur
ekki að því gjört, að hún hugsar til þess með fögnuði
að hitta Ásgeir fyrir handan hamrana.