Aldamót - 01.01.1901, Page 145
H5
áhuga af fáeinum mönnum innan íslenzku kirkjunnar.
Síra Jón Helgason hefir ritaö um þetta efni hvaö eftir
annað í „Verði ljós“ og nú aftur látið birtast all-langa
og rækilega ritgjörð í Tímariti Bókmentafélagsins, er
hann nefnir: Hvernig gamla testamentið er orðið til.
Hann gefur þar stutt en greinilegt yfirlit yfir bók-
mentasögu gamla testamentisins, eftir því sem nú er
álitið sönnu næst af guðfræðislegum vísindamönnum
yfirleitt. Elzti hluti gamla testamentisins hafi fram
komið í heiminum árið 444 f. Kr., þegar Esra prestur
breiddi út bókfellið og las lögbókina í áheyrn lýðsins.
En sú lögbók var hinar svo-nefndu fimm bækur Móse
(Thora). Einungis frá þeim tíma hefir Gyðingaþjóð-
in meðvitund um, að hún eigi nokkura heilaga ritning.
En svo smábætast önnur rit inn í þetta safn, er sum-
part voru áður til og sumpart voru færð í letur eftir
þetta. Heldur því gamla testamentið áfram að mynd-
ast og stækka, þangað til hér um bil 100 árum e. Kr.
Eiginlega verður það fyrst árið 73 eftir Krists burð á
fundinum í Jabne (eða Jamnia), að það fær fullkomna
og endilega viðurkenning í núverandi mynd sinni. A
þenna hátt kemur það í ljós, að Gyðingar eru að eign-
ast þetta safn sitt af helgum ritum í meir en 500 ár.
Það eru liðin 73 ár frá því Kristur fæddist í heiminn,
þangað til þeir eru orðnir á eitt sáttir um allar þær
bækur, sem nú heyra því til. — Það yrði nú of langt
mál, ef eg færi að gefa hér efni ritgjörðarinnar með
nokkurri nákvæmni. I stað þess ættu menn að lesa
hana sjálfa. Þó nú engin bók gamla testamentisins
sé álitin eldri en þetta í sinni núverandi mynd, kemur
öllum saman um, að innan um þær séu kaflar, er orð-
ið hafi til mjög snemma á tímum. Eru það einkum
ljóðakaflarnir, sem fyrir koma í Móse-bókunum. Til
dæmis má nefna blessun Isaks yfir Jakob (1. Mós.
27, 28—29) og Esaú (39, 40), lofsöng Móse (2. Mós.
15, 1—18), Bíleams spádómana (4. Mós. 23. og 24.
kap.) og Debóru-ljóðin (Dóm. 5. kap.). Davíðs sálm-