Aldamót - 01.01.1901, Page 145

Aldamót - 01.01.1901, Page 145
H5 áhuga af fáeinum mönnum innan íslenzku kirkjunnar. Síra Jón Helgason hefir ritaö um þetta efni hvaö eftir annað í „Verði ljós“ og nú aftur látið birtast all-langa og rækilega ritgjörð í Tímariti Bókmentafélagsins, er hann nefnir: Hvernig gamla testamentið er orðið til. Hann gefur þar stutt en greinilegt yfirlit yfir bók- mentasögu gamla testamentisins, eftir því sem nú er álitið sönnu næst af guðfræðislegum vísindamönnum yfirleitt. Elzti hluti gamla testamentisins hafi fram komið í heiminum árið 444 f. Kr., þegar Esra prestur breiddi út bókfellið og las lögbókina í áheyrn lýðsins. En sú lögbók var hinar svo-nefndu fimm bækur Móse (Thora). Einungis frá þeim tíma hefir Gyðingaþjóð- in meðvitund um, að hún eigi nokkura heilaga ritning. En svo smábætast önnur rit inn í þetta safn, er sum- part voru áður til og sumpart voru færð í letur eftir þetta. Heldur því gamla testamentið áfram að mynd- ast og stækka, þangað til hér um bil 100 árum e. Kr. Eiginlega verður það fyrst árið 73 eftir Krists burð á fundinum í Jabne (eða Jamnia), að það fær fullkomna og endilega viðurkenning í núverandi mynd sinni. A þenna hátt kemur það í ljós, að Gyðingar eru að eign- ast þetta safn sitt af helgum ritum í meir en 500 ár. Það eru liðin 73 ár frá því Kristur fæddist í heiminn, þangað til þeir eru orðnir á eitt sáttir um allar þær bækur, sem nú heyra því til. — Það yrði nú of langt mál, ef eg færi að gefa hér efni ritgjörðarinnar með nokkurri nákvæmni. I stað þess ættu menn að lesa hana sjálfa. Þó nú engin bók gamla testamentisins sé álitin eldri en þetta í sinni núverandi mynd, kemur öllum saman um, að innan um þær séu kaflar, er orð- ið hafi til mjög snemma á tímum. Eru það einkum ljóðakaflarnir, sem fyrir koma í Móse-bókunum. Til dæmis má nefna blessun Isaks yfir Jakob (1. Mós. 27, 28—29) og Esaú (39, 40), lofsöng Móse (2. Mós. 15, 1—18), Bíleams spádómana (4. Mós. 23. og 24. kap.) og Debóru-ljóðin (Dóm. 5. kap.). Davíðs sálm-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173

x

Aldamót

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aldamót
https://timarit.is/publication/250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.