Aldamót - 01.01.1901, Qupperneq 157
157
uö haröar kröfur og búast má viö, að nokkuð veröi
langt þangað til, að alt þatta kemst í kring. En það
er lífsnauðsynlegt, að alt þetta komist á í nálægri
framtíð, ef þjóð vor á ekki í öllum efnum að verða
langt aftur úr öðrum þjóðum og sökkva niður í fáfræði
og ómensku. Ef allir ísl. embættismenn sýndu annan
eins áhuga í velferðarmálum vorum og leituðust við
að afla sér annarrar eins þekkingar og Páll amtmaður
Briem, munði þjóð vorri meira lið að þeim en oft sýn-
ist vera. Enda virðist hann nú bera höfuð og herðar
yfir alla íslenzka valdsmenn á yfirstandandi tíð.
Hin ritgjörðin, sem á var minst,
Einar er eftir Einar Hjörleifsson og
Hjörleifsson: hljóðar um mentunarástandið á
Alpýðumentun. Islandi eins og það er nú meðal
alþýðu. Hann sýnir fram á, að
mentun alþýðu sé í hörmulegu ólagi. Menn kunni
naumast að lesa, hópum saman, og hafi enga löngun
til að lesa. Margir merkisprestar landsins álíti, að
töluvert mikið af kvenþjóðinni verði öldungis ólæst,
þegar tvítugsaldrinum er náð, því það líti aldrei í bók
eftir fermingu. Eftir merkuin presti og fræðimanni
um alþýðumentun er þetta haft:
„Eftir þeirri reynslu, sem eg hefi fengiS, fer langmest af því, sem
ritað er fyrir alþýðu manna hér á landi í blöðum og bókum, fyrir ofan
garð og neðan hjá öllum þorranum, þó það sé lesið. Það leikur í
lausu lofti, af því að þekkingarundirstöðuna vantar hjá fólkinu. Það
hefir t. d. enga hugmynd um frumatriði stjórnarfyrirkomulagsins hjá
oss, botnar ekkert í verkahring nokkurs stjórnarvalds. Þess vegna
skilur það ekkert í ritgjörðum, sem að einhverju leyti snerta stjórnar-
farið. Það hefir enga hugmynd um sögu þjóðarinnar, né almenna
mannkynssögu, né landafræði; þess vegna verður alt fyrir því dauður
bókstafur, sem það kann að lesa um liðna tíð eða frá fjarlægum stöð-
um og fellur því úr minni tafarlaust. ‘'
Undirstöðuna vantar. Hæfa alþýðukennara vant-