Aldamót - 01.01.1901, Side 158
i58
ar. Kenslubækur og kensluáhöld vantar. Til að ráða
bót á vandræðum þessum þarf þjóðin nauðsynlega að
fá kennaraskóla, er samsvari kröfum tímans. Svo
verður að bjóða alþýðukennurum sæmileg
laun. Þar næst verður landsjóður að koma upp góð-
um og vönduðum skólahúsum um land alt, svo að
engin verði sú sveit á landinu, er ekki nái til skóla, og
geti fært sér kensluna í nyt svo sem sex mánuði af ári
hverju. Þessi kensla verður að vera alveg ókeypis
fyrir aðstandendur barnanna. Þá verður að leiða í
lög almenna skólaskyldu. Og að síðustu verður að
kóróna verkið með því, að skipa mentamálastjórn, er
hafi allan veg og vanda af kenslumálum landsins.
Finst höf. eðlilegast, að í henni væru stiftsyfirvöldin
og svo einn umsjónarmaður, sem ynni alt aðalverkið
fyrir nefndarinnar hönd. — Hefir nú þjóðin efni á
þessu? Hefir hún efni á að vera framfaraþjóð, eða
að eins efni á því að vera afturfararþjóð?
,, Sárast er það, þyngst ólán er það, grátlegastur arfurinn frá á-
þjánarárunum er sá, að oss vantar svo marga trú á framfarir þjóðar
vorrar. Djúpsæjasti spekingurinn í mannheimi hefir sagt: ,,Ef
þér hefðuð trú, þá gætuð þér flutt fjöll“ og ,,trúuðum er alt mögu-
legt. “ Það eru einhver glæsilegustu, dýrlegustu orðin, sem töluð
hafa verið til mannanna. Og eg efast ekki um, að þau sén sönn.
Maðurinn trúir því, sem hann v i 11, og það, sem hann vill, það bæði
getur hann og gjörir, ef viljinn er nógu einbeittur. “
Ritgjörð þessi er erindi, sem hr. Einar Hjörleifs-
son flutti að tilhlutun Kennarafélagsins í Reykjavík
20. apríl 1901. Það er flutt bæði af hita og niælsku
og því sannfæringarinnar afli, sem einkennir höf. bæði
í ræðu og riti. Hér er efalaust eitt hið allra-brýnasta
velferðarmál þjóðar vorrar. Fyrir utan kristindóm-
inn er ekkert annað eins til. Sannfæring mín er sú,
að svo framarlega þjóð vor eigi nokkurrar viðreisnar
von, verði stórkostleg bylting og breyting frá því, sem
nú er, frarn að koma í þessum tveimur stórmálum
hennar, kristindómsmálinu og alþýðumentunarmálinu,
og eiginlega öllum skóla- og uppeldismálum, frá hinni