Aldamót - 01.01.1901, Page 163
163
Gíslason leiddi inn í málið og tíökast hefir um svo
langan tíma, sé röng ög eðli málsins ósamkvæm.
Eiginlega hvílir þessi réttritunartilbreyting öll á starfi
þess merkismanns, sem nú þekkir aö líkindum eðli og
sögu tungu vorrar betur en nokkur núlifandi maöur.
Það er ýmislegt,sem enn máaðlíkindum færa tilréttari
vegar. En sú byrjun til sameiginlegrar réttritunar, sem
gjörð hefir verið, er sjálfsagt á réttum grundvelli og þess
vegna ættu allir góðir menn að henni að hlynna. Því
þótt í smáu sé, er hér eitt velferðarmálið fyrir þjóð
vora, sem enginn góður íslendingur ætti að vera í vegi
fyrir. Sumar smábreytingar eru gjörðar þegjandi, án
þess nokkur ástæða sé til færð. Eg vil til dæmis
nefna orðið œfi. Það hefir lengi verið ritað með f.
En í formálanum fyrir orðabók sinni gjörði dr. Jón Þor-
kelsson grein fyrir því, að hann ritaði orðið með v af
því það stæði í sambandi við gotneska orðið aivs Hat.
aevuni). Eftir það fóru langflestir að rita orðið með
v. í síðustu útgáfu sálmabókarinnar er f alls staðar
breytt í v í þessu orði. En nú er alt í einu farið að
taka upp aftur gamla ritháttinn, án þess nokkur á-
stæða sé til færð. Þetta kann fleirum að hafa þótt
nokkuð undarlegt en mér og þess vegna nefni eg
það hér.
Ný þýðing af guðspjöllum þeirra
Tvö gufispjöll Matteusar og Markúsar er út
í nýrri þýfiing. komin. Eru kennararnir við
prestaskólann nú í óða önn að
starfa að þýðingu nýja testamentisins og þarf ekki að
efast um, að til þeirrar þýðingar sé vandað eftir föng-
um. Þýðingar af þessum tveimur guðspjöllum hafa
mér verið sendar og hefi eg ætlað að minnast þeirra
rækilega einhvern tíma, — miklu rækilegar en unt er í
smágrein eins og þessari. En aðrar annir hafa sífelt
verið í vegi og líklega verða. Svo mikið er samt