Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Síða 42
44
ý
Helstu eignir félugsins eru nú:
1. Jarðeignir. a) Efri- og Neðri-Gróðrarstöð, sam-
tals tæpir 8 ha. að stærð. Land þetta gaf Akureyrarbær
félaginu, þá er það hóf starfsemi sína. Land þetta, sem
er alt fullræktað, hefur verið mestmegnis notað til
grasræktar, en nokkuð til garðræktar og skógræktar.
b)Galtalækur, sem félagið keypti af Sig. Sigurðssyni
búnaðarmálastjóra 1917, stærð um 3'/2 ha., mestmegn-
is tún, tæp y3 ha. garðar. c) Trjáræktarstöðin, stærð
um 2800 m2, afhent Ræktunarfélaginu til eignar og
umsjónar 1908, öll vaxin trjágróðri. d) Tæpur l/2 ha.
af nærri fullræktuðu erfðafestulandi, er félagið keypti
af Kristjáni Jóhannssyni á Hraunshöfða 1927. e) Um
10 ha. af óræktuðu landi, sem félagið fékk á erfðafestu
hjá Akureyrarbæ 1927. Samtals eru því lönd þau, sem
félagið hefur yfir að ráða, ca. 23 ha.
2. Húseignir. Strax á fyrstu árum félagsins voru
bygð geymsluhús fyrir verkfæri og matjurtir í Gróðra-
stöðinni. Hús þessi standa enn, en talsvert hefur verið
gert við þau.
Ibúðarhús var bygt árið 1906, er það 9 m. á lengd og
7.5 m. á breidd, tvílyft með kjallara og porti. Hús þetta
var virt upprunalega á kr. 7925.00, en síðan hefur því
verið gert mikið til bóta, t. d. steyptur undir það kjall-
ari, en áður var kjallarinn hlaðinn, þá hefur alt húsið
verið pappaklætt og járnvarið, lögð um það vatns-
leiðsla, raflýsing og síðast 1926 sett í það miðstöð. Árið
1926 var ennfremur bygt í Gróðrarstöðinni vermihús
8,8 X 3,14 m. að stærð og lögð um það hitaleiðsla frá
íbúðarhúsinu.
Húseignin á Galtalæk var fremur léleg, þegar fje-
lagið keypti hana; hefir talsverðu fje verið varið til
þess að bæta úr því, án þess þó að fullum notum hafi