Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Blaðsíða 85
87
reiknuð út í 100 kg\ af heyi af ha., og til grundvallar
fyrir heymagninu er lagt að þurvigtin sé y3 af vigt
uppskerunnar grasþurrar, eða hey % sé 33.3% af
grasvigtinni.
Skýrsla um nokkrar þessar tilraunir birtist í Árs-
ritinu 1904, og ennfremur yfirlit yfir þær allar í Árs-
ritinu 1911—1912. Hér verða nú birtar uppskerutölur
af 40 af þessum tilraunum, sem allar hafa verið gerðar
á graslendi í mismunandi ásigkomulagi, og eru tilraun-
irnar flokkaðar eftir því. Af þeim niðurstöðum, sem
þessar tilraunir hafa gefið, verður síðar reynt að
draga nokkurar ályktanir til almennra nota um notkun
tilbúins áburðar.
Það liggur í augum uppi, að tilraunir þessar geta
ekki verið nákvæmar, og liggja margar ástæður til
þess: 1) Tilraunimar eru aðeins einfaldar tilraunir og
verður því eigi séð, hvort svæði þau, sem tilraunirnar
hafa verið gerðar á, hafa verið nægilega jöfn, hvað
jarðvegsásigkomjulag og gróðrarfar áhrærir. 2) Til-
raunirnar eru aðeins eins árs tilraunir, svo áhrif mis-
munandi veðráttufars á áburðarskamtana kemur ekki
í ljós. 3) Tilraunirnar eru gerðar af mörgum, svo varla
er hægt að vænta þess, að sama nákvæmni við vigtun
áburðar og uppskeru hafi átt sér stað í öllum tilfellum.
4) Lakast er þó, að tilraunirnar eru ekki nægilega
margar, til þess að ábyggilegar reglur viðvíkjandi
notkun tilbúins áburðar alment séð, verði bygðar á
þeim, nokkrar þýðingarmiklar bendingar gefa þær þó,
og það eru þær, sem hér verður reynt að gera grein
fyrir.
I töflum þeim, sem hér fara á eftir, eru tilraunirnar
flokkaðar í fjóra flokka: 1) Tilraunir á túnum í dá-
góðri rækt, 2) Tilraunir á hálfræktaðri jörð, 3) Til-
raunir á óræktaðri jörð, þar sem uppskeruaukningin