Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Side 87
89
eða trauðla meira en helmingur af því, sem nú er tal-
inn góður áburður á tún. Ennfremur er þess að gæta,
að húsdýraáburðurinn er mjög hægvirkur og notkun
hans og geymsla oft mjög ófullkomin, svo hin auð-
leystustu og hraðvirkustu næringarefni áburðarins
fara forgörðum, en eftir verða torleystari sambönd
hans, sem fyrst verða nothæf jurtunum, er þau hafa
legið lengri tíma í jarðveginum og tekið þar nauðsyn-
legum breytingum. Verður vikið að þessu atriði hér
síðar í Ársritinu.
Ef vér athugum það, hvaða áhrif hinar einstöku teg-
undir tilbúins áburðar hafa haft yfirleitt, þá sjáum
vér það strax, að það eru undantekningar, ef kali-á-
burðurinn hefur veruleg áhrif. i aðeins 2 tilfellum
(Tilraunir no. 10 og 21) hefur kaliáburður haft miklar
verkanir og í 4 tilfellum (tilraunir no. 1, 15, 16, og 28)
hefur hann haft nokkur áhrif, annars eru áhrif hans
altaf lítil, vafasöm eða engin. Supperfosfatið aftur á
móti hefur oft haft mikil eða nokkur áhrif, þó hitt sé
ekki ósjaldan, að verkanir þess virðast litlar eða eng-
ar. Chilisaltpéturinn hefur hér algerða sérstöðu. f
flestum tilfellum eru verkanir hans miklar eða þó
nokkrar, en aðeins í örfáum tilfellum litlar og vafa-
samar í einu tilfelli (tilraun no. 18). Þetta gefur oss
leyfi til að álykta þannig:
Verulegur kaliskortur á sér mjög sjaldan stað í jarð-
vegi hér norðanlomds. Aftur á móti er mjög oft skort-
ur á fosforsýru og þó sérstaklega á köfnunarefni.