Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Page 2
4
3. grein.
Félagið vill ná tilgangi sínum með því að verja tekj-
um sínum og sjóðeignum á þann hátt er nú skal greina:
1. Að koma á fót tilraunastöð á Norðurlandi, þar sem
gerðar verða tilraunir með garðyrkju, grasræki,
skógrækt og tilbúin áburðarefni.
2. Að stuðla að því, að félagsmenn víðsvegar af fé-
lagssvæðinu geri tilraunir með áburðarefni og rækt-
unaraðferðir eftir fyrirsögn félagsstjórnarinnar og
í samræmi við tilraunir aðalstöðvarinnar.
3. Að reyna helstu jarðyrkjuverkfæri og útlendar á-
burðar- og frætegundir og láta félagsmönnum í té,
jafnóðum og næg reynsla er fengin, upplýsingar um
hvað best reynist, og útvega félagsmönnum hand-
verkfæri til jarðyrkju, ýmsar frætegundir og trjá-
plöntur til gróðursetningar, með vægu verði.
4. Að gefa hverjum, sem óskar þess, allar upplýsingar,
sem að jarðrækt lúta. Vill það því ætíð reyna að
hafa í sinni þjónustu menn, serri færir eru um að
gefa þessar upplýsingar. Einnig vill það láta menn
ferðast um og halda fyrirlestra um jarðrækt, til að
auka áhuga manna og þekkingu í því efni.
5. Að haldin séu vor- og sumarnámskeið árlega í aðal-
stöð félagsins, og fari þar fram verkleg kensla i
garðrækt, blómrækt, plægingum, grasfræsáning,
gróðursetning trjáa o. fl.
4. grein.
Sjái félagið sér fært að hafa verksvið sitt víðtækara,
en ákveðið er í 3. grein, getur aðalfundur tekið ákvörð-
un um það.