Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Side 3
5
II. St/órn og fyrirkomulag.
5. grein.
Félagi er hver sá maður, er greiðir kr. 3.00 árlega í
félagssjóð eða 20 krónur í eitt skifti fyrir öll. Einnig
hver sá, sem aðalfundur hefir kosið fyrir heiðursfélaga.
6. grein.
Félagsmenn skiftast í deildir, er aðallega séu bundn-
ar við hreppa eða kaupstaði. Þó geta fleiri hreppar
sameinast í eina deild, er hreppsbúum kemur saman
um og stjórn Ræktunarfélagsins samþykkir það. I
hverri deild skulu vera minst 10 félagsmenn. Hver
deild skal hafa eitthvert ætlunarverk, er sé í samræmi
við störf og stefnumið aðalfélagsins. Deildirnar eru
háðar lögum félagsins, en að því er snertir stjórn
þeirra og störf sérstaklega, skulu þær semja sér regl-
ur. Þó skal þess vandlega gætt, að þær reglur komi ekki
í bága við lög ræktunarfélagsins, enda öðlast þær eigi
gildi fyr en þær hafa verið samþyktar á aðalfundi þess.
Hver deild kýs sér stjórn, svo og fulltrúa á aðalfund
samkvæmt 8. grein. Að öðru leyti skal stjórn deildanna
hagað eftir nánari ákvæðum í reglum hverrar deildar.
7. grein.
Félagssvæðið nær frá Hrútafirði til Chinnólfsvíkur-
fjalls og hafa félagar, innan þessara takmarka, rétt til
að mynda deildir og senda fulltrúa á fundi félagsins, en
félagi getur hver sá orðið, bæði utan lands og innan,
sem uppfyllir skilyrði 5. gr.
8. grein.
Félaginu stjórna fulltrúar og félagsstjórn. Hver
deild hefir rétt til að senda einn fulltrúa á fundi félags-