Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Page 4
6
ins fyrir hverja 20 félagsmenn og helmingsbrot eba
meira, en auk þess hafa formenn búnaðarsambanda og
búnaðarþingsfulltrúar í Norðlendingafjórðungi rétt til
að sitja fundi félagsins sem reglulegir fulltrúar.
Fulltrúaráðið kýs þriggja manna stjórn, sem annast
framkvæmdir félagsins. Stjórnin kýs sér sjálf vara-
menn og skiftir störfum með sér þannig, að einn er
formaður, annar gjaldkeri og þriðji skrifari. Stjórnin
hefir umráð yfir sjóði félagsins og öllum eignum þess.
Hún má ekki skuldbinda félagið til langframa né veð-
setja eða selja fasteignir þess, nema með samþykki að-
alfundar.
Á ári hverju gengur einn maður úr stjórn, sá er þar
hefir átt sæti þrjú síðustu árin.
Allir félagar hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum
félagsins, en fulltrúar einir og félagsstjórn atkvæðis-
rétt.
9. grein.
Félagið heldur einn aðalfund ár hvert, á þeim tíma,
sem stjórnin ákveður. Þar skulu lagðir fram reikning-
ar félagsins, endurskoðaðir, og kosnir endurskoðendur
til næsta árs. Aðalfundur kveður á um starfsemi fé-
lagsins komandi ár.
10. grein.
Stjórnin annast um allar framkvæmdir félagsins.
Hún boðar til funda og undirbýr málefni þess til aðal-
fundar. Einnig hefir stjórnin á hendi alla bókun fyrir
félagið og bréfaviðskifti og ræður starfsmenn þess.
Stjórnin getur boðað til aukafunda til að ræða einstök
vandamál; einnig er skylt að halda aukafundi, sé þess
æskt af y3 hluta fulltrúa.