Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Page 7
9
Úr Skagafjarðarsýslu:
Úr æfifélagadeild Blöndhlíðinga:
Stefán Vagnsson, aðalmaður.
úr Eyjafjarðarsýslu:
úr æfifélagadeild öngulstaðahrepps:
Kristján Benjamínsson, aðalmaður.
Stefán Jónsson, aðalmaður.
Úr æfifélagadeild Svarfdæla:
Gísli Jónsson, varamaður.
Úr Suður-Þingeyjarsýslu:
Úr æfifélagadeild AÖaldæla:
Jóhannes Friðlaugsson, aðalmaður.
Úr æfifélagadeild Reykdæla:
Glúmur Hólmgeirsson, aðalmaður.
Úr æfifélagadeild Hálshrepps:
Kistján Jónsson, aðalmaður.
Úr stjórn Ræktunarfélags Norðurlands voru mættir,
auk formanns, Stefán Stefánsson bóndi á Varðgjá.
2. Lög félagsins og breytingar á þeim. — Á síðasta
fundi félagsins var kosin nefnd til að athuga lög þess,
vegna þeirra skipulagsbreytinga, sem þá stóðu fyrir
dyrum.
Hafði nefndin gert ítarlegar breytingar viðvíkjandi
ýmsum lagagreinum, sem síðar voru teknar til umræðu
á fundinum og samþyktar. En þar sem breytingarnar
þurftu að ná samþykki tveggja aðalfunda til að verða
að lögum, voru þær nú bornar upp undir atkvæði í
sömu röð og áður lið fyrir lið og samþ. sem hér segir: