Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Page 10
12
Þessir hlutu kosningu :
Jón Jónatansson.
Jón Sigurðsson.
Jón Þorbergsson.
Framkvæmdarstjóri skýrði í langri og ítarlegri ræðu
frá starfsemi félagsins á síðastliðnu ári og fram-
kvæmdum á næsta ári. f
6. Breytinyar á skipulagsskrám. — Á síðasta aðal-
fundi Ræktunarfélags Norðurlands hafði komið fram
tillaga frá fjárhagsnefnd um að stjórninni væri falið
að endurskoða skipulagsskrár sjóða Ræktunarfélags-
ins, með tilliti til breyttrar aðstöðu og starfshátta fé-
lagsins og leggja þær tillögur fyrir næsta aðalfund.
I' tilefni af þessari ályktun lagði stjórn Ræktunar-
félagsins svohljóðandi tillögu fyrir fundinn:
»Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands felur
stjórn félagsins að gera þær breytingar á skipulags-
skrá Búnaðarsjóðs Norðuramtsins, að 4/5 hlutum af
vöxtum sjóðsins megi verja til að styrkja stofnun og
starfrækslu efnarannsóknarstofu í þágu landbúnaðar-
ins í Norðlendingafjórðungi, en /5 hluti af vöxtunum
leggist við höfuðstólinn, og allir vextirnir, meðan eigi
er hægt að koma slíkri stofnun á fót.
Ennfremur felur fundurinn stjórninni að gera þær
breytingar á skipulagsskrá Gjafasjóðs Magnúsar Jóns-
sonar, að % hluta vaxtanna megi verja til styrktar
garðyrkjukenslu í Gróðrarstöð félagsins, en /4 hluti
vaxtanna leggist við höfuðstólinn.
Stjórnin leggi skipulagsskrárnar þannig breyttar
fyrir næsta aðalfund.
7. i sambandi við lið 8, á þessa árs fjárhagsáætlun
tekjumegin, kom fram svohljóðandi tillaga frá stjórn
Ræktunarfélagsins: