Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Page 11
13
»Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands samþykk-
ir að gefa búnaðarsamböndum í Norðlendingafjórðungi
kost á að birta ársskýrslur sínar og ritgerðir, er sam-
böndin vilja koma á framfæri, í Ársriti félagsins og getur
hvert hinna fjögurra sambanda fengið 1—1 '/2 örk til
umráða í þessu augnamiði, gegn því að greiða kr.
150.00 í prentunar og útgáfukostnað fyrir örkina af
venjulegu lesmáli og uppbót samkv. prentskrá sé um
töflur, myndir og þ. h. að ræða, og geta þau síðan
fengið svo mörg eintök, sem þau æskja, til sinna af-
nota gegn því að greiða fyrir hvert eintak sem hér
segir:
Sé Ársritið 5 arkir 20 aura
— — 6 — 24 —
— — 7 — 28 —
— — 8 — 32 —
— — 9 — 36 —
— — 10 — 40 —
Þessum tillögum var báðum vísað til f járhagsnefnd-
ar og var þá gert fundarhlé til kl. 5 svo hún gæti lokið
störfum sínum.
Er fundur hófst aftur, var Jakob Karlsson, úr stjórn
Ræktunarfélags Norðurlands, mættur á fundinum.
Lagði þá fjárhagsnefnd fram álit sitt og var það
svohljóðandi:
»Eftir að fjárhagsnefndin hafði athugað fjárhags-
áætlun Ræktunarfélagsins fyrir árið 1933, komst hún
að þeirri niðurstöðu, að engin ástæða væri til þess að
bera fram breytingartillögur á áætluninni.
Ennfremur leggur nefndin til, að tillögur stjórnar-
innar í sambandi við 8. lið tekjumegin á fjárhagsáætl-
un verði samþ. óbreytt.
Viðvíkjandi tillögu stjórnarinnar um breytingu á