Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Síða 34
36
Jónas Illugason, bóndi í Bröttuhlíð, skrifar grein i
Búnaðarritið 1912, sem nefnist: »Ræktunarmálið cg
framtíðarhorfur sveitanna«. Grein þessi er að nokkru
leyti skrifuð sem andmæli gegn grein, sem Guðmundur
Hannesson, læknir, skrifaði um þetta efni í Norður-
land 1910. Hafði læknirinn komist að þeirri niðurstöðu,
að útreikningar búfræðinganna á ræktunarmöguleikun-
um væru of glæsilegir og að tæplega mætti búast við,
að áburðurinn undan kúnni ræktaði meira en helming
þess fóðurs, er hún þyrfti. Grein Jónasar Illugasonar
er að því leyti merkileg, að hún styðst við raunveruleg-
ar athuganir. Höfundurinn hafði safnað skýrslum um,
hvað borið væri á og hve mikil taða fengist af öllum
túnum í Bólstaðarhlíðarhreppi og komist að þeirri mð-
urstöðu, að mjög nærri léti, að búféð ræktaði fóðrið sitt
á þeim jörðum, þar sem hirðing áburðar væri í sæmi-
legu lagi og tún ekki áfallasöm.
Að lokum skal þess getið, að á árunum 1911—1914
lét Ræktunarfélag Norðurlands safna skýrslum á fé-
lagssvæðinu um áburðarnotkun og töðufeng og birtist
árangurinn af þessari skýrslusöfnun í ritgerð Jakobs
H. Líndals: »Áburður og töðufalh, í Ársritinu 1915.
Niðurstaðan af þessum rannsóknum varð sú: Að á
Norðurlandi þyrfti að meðaltali áburð undan U,2 kúm
til að framleiða 100 hesta af töðu og koma þá á hverja
kú 23,6 hestar, sem samsvara % af fóðrinu, og sem er
nákvæmlega það sama, er Torfi í ólafsdal hafði haldið
fram 30 árum áður.
Þegar á alt er litið, er ekki hægt að segja, að þessi
niðurstaða væri óhagstæð, því aðferðirnar við hirðing,
geymslu og notkun áburðarins stóðu til bóta víðast-
hvar. Þegar svo jafnframt er tekið tillit til þess, að
nokkuð af jurtanærandi efnum fóðursins tapast með
afurðum búfjárins, ull, kjöti, mjólk o. s. frv.; að meira