Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Blaðsíða 70
72
Þvaggryfjan þarf að vera steypt og vönduð, en gæti
til sparnaðar verið undir fjósinu, ef aðstaða er góð.
Heyhlöðuna hugsa eg mér alla ofanjarðar, tréstoðir
reistar á frostfrium steinstöplum, þak og veggi úr
bárujárni. Samskeytin á járninu væri gott að þétta
með asbestþræði.
Geymsluhús fyrir verkfæri og vélar vil eg byggja
upp að hlöðunni og á sama hátt og hana.
Tvær votheyshlöður þurfa helst að vera steyptar, en
geta ef til vill verið hlaðnar úr góðum torfstrengjum.
Öll þessi hús fyrir meðalstórt nýbýli, þar sem 10
manns eru í heimili og 30 kúa og sex hesta áhöfn,
hugsa eg að hægt mundi vera að byggja á þennan hátt
fyrir 16000 00 krónur.
Nú mun margur segja, að þetta verði bæði Ijótur
bær og lélegur. En hér sem annarstaðar »veldur hver
á heldur«. Og eg fæ ekki séð, að línur og lag húsanna
þurfi að vera Ijótt, þótt ysta lag veggja og þaks sé
bárujárn, enda er fjöldi af tréhúsum hér á landi klædd
utan með bárujárni. Erlendis vekja smáhús úr járni
meiri og meiri athygli. Endingin á slíkum húsum, sem
þessum,, ætti ekki að verða lakari, en á venjulegum
timburhúsum járnvörðum, og skjólgæði torfsins er
þrautreynt og viðurkent hér á landi.
En smíði slíkra húsa er mun einfaldara, efnið ódýr-
ara og verkið minna en á þeim smáhúsum, sem undan-
farið hefur verið lögð áhersla á að bygð væru til sveita
og í kauptúnum landsins.
Akureyri í janúar 1933.
Sveinbjörn Jónsson.