Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Síða 90
92
stjórninni eða ráðunaut sambandsins gefist kostur á
að mæta þar og fylgjast með starfsemi félaganna.
Þess skal getið, að stjórnm hefur eigi viljað kosta til
prentunar á lögum sambandsins, þar sem búast má við,
að Búnaðarþing á næstunni fyrirskipi breytingar á
lögum sambandanna samræmisins vegna.
Ennfremur má geta þess, að eitt búnaðarfélag á
sambandssvæðinu, Búnaðarfélag Siglufjarðar, hefur
eigi gengið í sambandið, og þar sem það hefur ráðið
sér sjálft mælingamann síðastliðið sumar, má ætla að
það hugsi sér ekki að ganga í Búnaðarsamband Eyja-
fjarðar.
//. Stofnfundur Búnoðarsambands Eyjafjarðar.
Ár 1932, þann 16. janúar, var eftir fundarboði frá
stjórn Ræktunarfélags Norðurlands haldinn fundur í
húsi félagsins í Gróðrarstöðinni í því augnamiði að
stofna Búnaðarsamband fyrir Eyjafjörð.
Sigurður Hlíðar, formaður Ræktunarfélagsins, skýrði
tilgang fundarins. Var síðan gengið til kosninga á
fundarstjóra og var Sig. Hliðar kosinn fundarstjórí i
einu hljóði, en skrifari Björn á Laugalandi.
Fundinn sóttu fulltrúar frá þessum búnaðarfélögum:
Bún.fél. Öngulstaðahr.: Stefán Stefánsson, Varðgjá.
— Hrafnagilshr.: Halldór Guðlaugss., Hvammi.
— Saurbæjarhr.: Vald. Pálsson, Möðruvöllum.
— Glæsibæjarhr.: Stefán Grímsson, Árgerði.
— Arnarneshr.: Hannes Davíðsson, Hofi.
— Árskógsstrandarhr.: Kristján Eldjárn, Hellu.
— Svalbarðsstr.hr.: Jóhannes Laxdal, Tungu.
Jarðræktarfél. Ak.: ólafur Jónsson, framkv.stjóri.
Auk þessara fulltrúa sátu fundinn stjórn Ræktun-
arfélagsins, stjórn Nautgriparæktarsambands Eyja-