Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Page 91
93
fjarðar og þeir tveir menn, Davíð Jónsson, Kroppi og
Kristján H. Benjamínsson, Ytri-Tjörnum, er kosnir
voru á síðasta aðalfundi Ræktunarfélagsins til aðstoð-
ar stjórninni, til þess að semja frumvarp til laga fyrir
væntanlegt Búnaðarsamband Eyjafjarðar.
Búnaðarfélag Svarfdæla tilkynti að það mundi ganga
í sambandið, sömuleiðis tilkynti formaður Framfarafé-
lags Grýtubakkahrepps símleiðis, að það félag hefði
samþykt að ganga í sambandið.
Þá var gengið til dagskrár:
1. Fundarstjóri las upp frumvarp til laga fyrir sam-
bandið, samið af nefnd, er kosin var á síðasta aðal-
fundi Ræktunarfélagsins.
Fundarstjóri skýrði frumvarpið mjög ítarlega fyrir
fundinum. Þá kom fram tillaga um það að lesa upp
hverja grein fyrir sig og ræða hana og bera síðan upp
til atkvæða. Var tillagan samþykt í einu hljóði. Síðan
las fundarstjóri frumvarpið grein fyrir grein og bar
það þannig undir atkvæði. Við 5. gr. kom fram breyt-
ingartillaga:
»Á eftir 1. málsgr. 5. gr. komi: Á aðalfundi eiga sæti
stjórn sambandsins o. s. frv., en tilsvarandi málsgrein
falli niður úr frumvarpinu«. Brtl. samþ. með 7:2 atkv.
Við 6. gr. kom fram svohljóðandi viðaukatillaga:
»Þó þannig, að fyrstu 2 árin ráði hlutkesti hverjir
gangi úr stjórn«. Viðaukatillagan samþykt.
Þessar tvær greinar samþyktar með áorðnum breyt-
ingum, með öllum greiddum atkvæðum. Allar hinar
greinarnar samþyktar með öllum greiddum atkvæðum.
Síðan var frumvarpið borið undir atkvæði í heild og
samþykt í einu hljóði.
2. Stjórnarkosning. Kosnir í stjórn:
ólafur Jónsson með 6 atkvæðum.
Jakob Karlsson með 4 atkvæðum.
s*