Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Page 107
109
félags íslands. Verður ekki á annan hátt betur náð til
sem flestra bænda, til þess að þeir geti rætt um sauð-
fjárræktina og fengið leiðbeiningar um fjárvalið.
Steyp'u.mót. Sambandið hefur beitt sér fyrir því, að
búnaðarfélög á svæðinu kæmu upp steypumótum fyrir
safnþrær og haughús, og hefur styrkt félögin til þess
með 40 krónum til hvers þeirra, sem hefur komið þessu
í framkvæmd.
Frækaup. Sambandið kaupir rófnafræ og útbýtir því
til búnaðarfélaganna og hvetur til þess að sú ræktun
sé aukin.
Styrkur til dráttarvélakaupa. Sambandið veitti bún-
aðarfélagi Ljósvetninga 300 króna styrk til dráttar-
vélakaupa. Sú vél hefur unnið í vesturhluta sýslunnar,
þriðja vélin á sambandssvæðinu er í Reykjadal.
Fræðslustarf. Sambandið hefur lítillega látið halda
fyrirlestra í búnaðarfélögunum, til fróðleiks.
Rannsókn. Það hefur athugað möguleika til þess að
koma á niðursuðu á keti við hverina í Reykjahverfi og
liggur það mál raunar enn fyrir til frekari athugunar.
Sjóðmyndun. Sambandið leggur árlega í fastasjóð
10% af brúttó-tekjum. Innantíðar mun sambandið
annast um að samin verði skipulagsskrá fyrir sjóðinn
og er ætlunin, að hann verði látinn starfa á sambands-
svæðinu búnaðinum til hagsbóta.
Mælingar. Að sjálfsögðu annast sambandið jarða-
bótamælingar á sambandssvæðinu. Mælingamenn eru
þeir Baldvin Friðlaugsson, Hveravöllum og Kristján
Jónsson í Nesi.
Tekjur. Búnaðarfélögin greiða til sambandsins 2
krónur fyrir hvern félagsmann. Munu það vera um 800
krónur á ári. Sýslusjóður veitir sambandinu 300 króna
styrk á ári. Styrkur frá Búnaðarfélagi íslands hefur