Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Page 108
110
verið: Fyrstu 2 árin 6—700 krónur, í fyrra 1000 krón-
ur, en nokkru meiri í ár.
Svo sem þetta stutta yfirlit ber með sér, hefur sam-
bandið haft viðleitni til þess: Að aukin yrði jarðyrkja,
bæði grasrækt og garðrækt, að bætt yrði áburðarhirð-
ing og að aukinn yrði arður sauðfjárins. Sýslan er
einkar vel fallin til sauðfjárræktar og þrátt fyrir góða
viðleitni héraðsbúa undanfarandi, að bæta sauðfjár-
ræktina, geta þeir þó enn haft miklu meira upp úr
henni bæði í framleiðslu og í verslun. Afkoma búnaðar
hér í héraði fer svo mjög eftir því hve sauðfé er af-
urðalagið og vel með farið, þar sem það er aðal-búfén-
aður. Það gerir raunar ekki túnræktina ónauðsynlegri
en annarstaðar, því stór munur er á því hvað töðu-
fóðraðar ær gefa vissari og meiri arð, heldur en þær,
sem gefið er venjulegt úthey. Þegar bera skal saman
arðsemi kúnna og ánna, verður að ganga út frá líkum
heygæðum er hvortveggju séu fóðraðar á.
15. desember 1932.
Jón H. Þorbergssoru