Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Page 3

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Page 3
3 þó búið að starfa í nokkur ár eða frá 1917. Síðar bætast fleiri félög í samtökin og voru tvö af þeim búin að starfa frá 1904, „Búbóf“ í Höfðahverfi, sem gekk í sambandið 1943 og Nf. Svarfdæla, sem kom í samtökin 1945. S. N. E. hefur því starfað nú skipulega að nautgriparækt í 30 ár og fyrstu átta árin með nautgripastofn, sem áður hafði að mjög litlu leyti verið skipulega ræktaður. Starf S. N. E. fyrstu árin var að sjálfsögðu að koma á al- mennu skýrsluhaldi og á grundvelli þeirra meðal annars að velja naut til kynbóta í félögunum. Hefði nú mátt ætla, að þegar fyrstu árin hefði orðið nokkur hækkun á afurðum kúnna, fyrst og fremst vegna þess, að lélegum kúm hefði fækkað og einnig af því, að skýrsluhaldið hefði stuðlað að betri samræmingu milli fóðrunar og afkasta. Þessa verður þó eigi vart, því fyrstu átta árin verður engin teljandi hækk- un afurðanna. Meðaltalið öll þessi ár er 2681 kg mjólk, hæst 2767 árið 1931 og lægst 2548 árið 1935, og sama gildir um mjólkurfituna. Fitueiningar að meðaltali 9599, mest 1931, 10193 og minnst 9458 árið 1934. Allt er þetta miðað við fullmjólka kýr. Vera má að þessu valdi að nokkru, að sum félögin, sem stofnuðu sambandið, höfðu starfað áður eða voru stofnuð nokkru fyrr og svo því, að mjólkurfram- leiðsla til sölu var hafin í nágrenni Akureyrar nokkru áður og gat það hafa stuðlað að nokkru úrvali. Áhrifa af kyn- bótum í sambandi við starfsemi S. N. E. var varla að vænta fyrr en eftir nokkur ár. Fyrst varð, með aðstoð skýrsluhalds- ins, að leita að líklegustum undaneldisdýrum, því næst að skipuleggja notkun þeirra og ala upp nýja kynslóð út af þeim. Með árinu 1938 fara afurðir kúnna á sambandssvæðinu að vaxa og aukast nokkuð jafnt í sjö ár eða til ársins 1944. Á þessu tímabili vex nythæð fullmjólkandi kúa á sambands- svæðinu um 450—500 kg, fitu% um ca. 0.17% og fituein- ingar um ca 2200. Varla er hægt að álykta annað en að þessa framför megi að verulegu leyti rekja til kynbóta, sem 1*

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.