Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Síða 8

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Síða 8
8 eða illmeðfærileg þegar hin langþráða reynsla fékkst, ef þau voru þá ekki hreinlega komin til feðra sinna. Sömu ágall- arnir loddu að nokkru við á sæðingarstöðinni eftir að hún hóf starfsemi sína, því þótt reynt væri að nota þá nautkálfa, er vonir voru tengdar við, sem allra yngsta til sæðinga um nokkra hríð, en taka þá síðan úr umferð að meira eða minna leyti meðan árangursins var beðið, þá kom í ljós, að dæturnar, sem undan þeim fengust í fyrstu umferð og látn- ar voru lifa, urðu alltof fáar, því að sjálfsögðu voru bændur ekki sólgnir í að ala upp kvígur undan óreyndum kálfum, ef þeir hugðu völ á betra. Auk þessa urðu þær fáu kvígur, sem aldar voru, mjög ósamstæðar vegna misjafns uppeldis og aðbúðar, ólíks burðartíma o. fl. Eftir að nautkálfar þessir höfðu verið notaðir á sæðingar- stöðinni litla hríð, voru þeir venjulega staðsettir úti í sveit- um, og þar fengust smám saman undan þeim nokkrar kvíg- ur með tíð og tíma, en jafnan þó svo seint, að nautin voru orðin 6—7 ára áður en viðhlítandi reynsla um kynbóta- hæfni þeirra fékkst. Svo slæmt, sem þetta var áður meðan sveitanautin áttu í hlut, var þetta þó enn þá bagalegra eftir að sæðingarnar urðu mestu ráðandi. Gott sveitarnaut varð aldrei notað nema handa tiltölulega fáum kúm, en gott sæðingarnaut mátti nota handa nokkrum hundruðum kúa árlega. Það reið því meira á því en nokkru sinni fyrr, eftir að sæðingarnar hófust, að finna góðu nautin sem yngst, svo hægt væri að nota þau af fullum krafti á sæðingarstöðinni í sem flest ár. Hvert ár, sem tapaðist, gat óbeint haft í för með sér mikið fjárhagslegt tap. Auk þessa jók það erfiðleik- ana á því, að hægt væri jafnan að hafa á sæðingarstöðinni nógu mörg fullreynd naut. Árið 1945 hófust Danir handa um að koma á fót afkvæma- rannsóknarstöðvum fyrir naugtripi. Það ár urðu stöðvarnar aðeins þrjár, og voru tvö naut tekin til rannsóknar á hverri stöð. Nú eru stöðvarnar í Danmörku orðnar 33, og rann- sökuðu þær samtals 102 naut árið 1957/58.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.