Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Síða 10

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Síða 10
10 1. mynd. Búíjárræktarstöðin Lundur við Akureyri The Breeding Station at Lundur near Akureyri þær allmjög úr sér gengnar og skipun þeirra og innrétting úrelt. Ræktunin var líka of lítil og þarfnaðist umbóta. S. N. E. hefur því orðið að leggja þarna í mjög miklar og kostnaðarsamar framkvæmdir og endurbætur. íbúðarhúsið hefur fengið mikla viðgerð. Nýtt fjós fyrir 48 kýr hefur ver- ið byggt, ásamt 2000 heyhesta hlöðu, áburðargeymslum, kjarnfóðurgeymslu og mjólkurhúsi. Eldri gripahúsunum er nú verið að breyta í nautafjós og sæðingarstöð, en hvort tveggja er, að sæðingarstöðin hefur frá upphafi búið við algerlega ófullnægjandi húsnæði, og að hún verður að hverfa frá Grísabóli, þar sem hún nú er. Talsverð fram- ræsla hefur verið gerð bæði á Lundstúninu og einnig á Rangárvöllum og ræktaðir að nýju yfir 30 ha. Þó mikið hafi þegar verið gert á búfjárræktarstöðinni er margt enn þá ógert. Þannig vantar t. d. enn þá hentugar byggingar fyrir uppeldið, en íslenzkar afkvæmarannsóknir hafa þá sér-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.