Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Side 11

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Side 11
11 stöðu, að kvígukálfarnir eru teknir nýfæddir á stöðvarnar og aldir þar upp. í Danmörku eru kvígurnar leigðar af bænd- um, sem eiga þær, og eigi teknar á stöðvarnar fyrr en þær eru komnar að burði. Sú leið var ekki fær hér, því þá hefði verið ógerlegt að fá nógu margar kvígur á svipuðum aldri undan nautunum og með áþekkum burðartíma. Af þessu leiðir, að kvígurnar hér eru með öllu óvaldar hvað mæð- urnar áhrærir, en fá hins vegar sama uppeldi, sem er mjög rnikils virði, en auðvitað gerir þetta rannsóknirnar kostn- aðarsamari og umsvifameiri. Kostur er það við þessa tilhög- un, að búfjárræktarstöðín á kvígurnar og þarf því ekki að standa öðrum skil á þeim. Tilhögun þessi ber það með sér, að sjálf aíkvæmarann- sóknin þarf allmikinn undirbúning. Haustið 1954 voru fyrstu nautin, er rannsaka skyldi á þennan hátt, valin og tekin í notkun á sæðingarstöð S. N. E. og notuð þá í 2—3 mánuði svo mikið, að öruggt mátti telja, að næsta haust mundi fást undan hvoru þeirra allt að 20 kvígukálfar, born- ir á tímabilinu 10. ágúst til októberloka. Jafnótt og þessir kálfar fæddust haustið 1955, var þeim safnað að Grísabóli og aldir þar upp. Á öðrum vetri voru þeir fóstraðir á Rangár- völlum og fengu kvígurnar kálf á fyrstu mánuðum ársins 1957. Þegar þessar kvígur svo báru fyrri hluta vetrar 1957/58, hófst hin eiginlega rannsókn, en þá höfðu þegar verið valin átta naut til afkvæmarannsókna, og voru komnir þrír árgangar afkvæma á búfjárræktarstöðina. Verður nú upphaf og ferill fyrsta árgangsins rakið nánar. Upphaf og uppeldi fyrstu afkvœmahópanna. Tvö fyrstu nautin sem valin voru til rannsóknar á búfjár- ræktarstöðinni voru Völlur og Ægir, og er þeim lýst þannig í Búnaðarritinu 1957, bls. 251: N 59 Völlur, f. 10. marz 1953 hjá Baldri St-Völlum, Bárð- dælahr. Eig.: S. N. E. F. Gráni N 17. M. Grána 11. Mf.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.