Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Side 35

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Side 35
37 Ö ryggi árangursins. Hér að framan liefur verið gerður margvíslegur saman- burður. Fyrst og fremst milli systrahópa undan tveimur nautum, bæði hvað mestu dagsnyt, mjólk í 301 dag, fitu % og fitueiningar áhrærir. Þá liafa þessir systrahópar verið bornir saman við mæður sínar varðandi mestu dagsnyt að 1. kálfi og fitu %. Að lokum liafa svo þessir systrahópar ver- ið bornir saman við 87 jafnöldrur á sambandssvæðinu, og þá gerður samanburður á hæstu dagsnyt, rnjólk á 1. mjalta- skeiði, fitu % og fitueiningum. Allur hefur þessi saman- burður linigið í einn farveg, þann, að Ægisdætur hafa sýnt verulega yfirburði, en Vallardætur reynzt miklu lakar, eða gefið hæpinn ávinning. Segja má, að dómur þessi sé byggður á mörgum forsendum og því sæmilega öruggur. Öryggi hans má einnig meta að stærðfræðilegum leiðum. Það mat hefur verið lagt á niðurstöðurnar að svo miklu leyti, sem fært þótti eða ástæða til. Það yrði of langt mál að færa rök fyrir þessu mati eða þeim forsendum, er það byggist á, en segja má í stórum dráttum, að það dæmi eftir þeim mismun, er verður milli hinna ýmsu samanburðarhópa annars vegar og milli einstaklinganna innan samanburðarhópanna hins vegar. Því meiri sem sá fyrrtaldi verður í hlutfalli við hinn síðarnefnda, því öruggari er mismunur hópanna, eða því meiri líkindi eru fyrir því, að um raunhæfan mismun sé að ræða, en hending ein geti ekki verið að verki. Reiknaðar eru út svo- kallaðar T- og F-tölur og öryggið ákveðið eftir þeim og þar til gerðum töflum. Ein # merkir, að öryggið sé minnst 90%, tvær **, að það sé minnst 95% og þrjár *** að það sé 99% eða meira. Útreikningar gerðir eftir þessum aðferðum sýna eftirfarandi öryggi eða raunhæfni:

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.