Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Qupperneq 40

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Qupperneq 40
42 Búnaðarsamband Norður-Þingeyinga 25 ára I. kafli. — Inngangur. Það er hollt fyrir vegfarendur á langleiðum að stanza á sjónarhæðum og líta yfir farinn veg. Þá fæst bezt yfirlit yfir farna leið og hvort gatan hefur verið gengin til góðs. Þá koma í ljós víxlsporin, sem kunna að hafa verið stigin. En með því að gera sér ljósar allar misfellur í starfi og fram- kvæmdum á farinni leið, má koma í veg fyrir mistök á óförnum vegi. Ekki er þeim, er þetta ritar, kunnugt um að skráð hafi verið drög að búnaðarsögu Norður-Þingeyjarsýslu, annað en það, sem birzt hefur í annálum og þá helzt um harðindi, grasleysi og skepnufellir í aftaka harðindaárum. En að því leyti hefur þetta hérað átt sammerkt við önnur héruð á Norður- og Austurlandi. Af því, sem ráða má af fræðibókum um búnað á landi hér fyrr á öldum, verður ekki annað séð, en að landbúnað- ur hafi verið rekinn með líku sniði um allt land. Þá var ekki hægt að tala um viðskiptabúskap. Hvert heimili reyndi af fremsta megni að framleiða sem mest og flest af því, sem nauðsynlegast var til fæðis og klæða. Hestarnir voru farar- og flutningatækin, nautpeningurinn lagði til mjólk, kjöt og efni í skófatnað og sauðféð lagði til kjöt, mjólk, ull og skinn. Aðal fæða sveitamanna var því kjöt, mjólk og mjólk- urafurðir, skyr og ostar. Ur ullinni var unninn alls konar fatnaður, fyrst og fremst til heimilisþarfa, en einnig nokk- uð til sölu eða til að láta í skipti fyrir aðrar nauðsynjar t. d. fisk o. fl. Allir heimilismenn, ungir sem gamlir, unnu baki brotnu allan ársins hring og settu metnað sinn í að efla hag húsbænda og heimilis eftir beztu getu. Þannig lifði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.