Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Page 40

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Page 40
42 Búnaðarsamband Norður-Þingeyinga 25 ára I. kafli. — Inngangur. Það er hollt fyrir vegfarendur á langleiðum að stanza á sjónarhæðum og líta yfir farinn veg. Þá fæst bezt yfirlit yfir farna leið og hvort gatan hefur verið gengin til góðs. Þá koma í ljós víxlsporin, sem kunna að hafa verið stigin. En með því að gera sér ljósar allar misfellur í starfi og fram- kvæmdum á farinni leið, má koma í veg fyrir mistök á óförnum vegi. Ekki er þeim, er þetta ritar, kunnugt um að skráð hafi verið drög að búnaðarsögu Norður-Þingeyjarsýslu, annað en það, sem birzt hefur í annálum og þá helzt um harðindi, grasleysi og skepnufellir í aftaka harðindaárum. En að því leyti hefur þetta hérað átt sammerkt við önnur héruð á Norður- og Austurlandi. Af því, sem ráða má af fræðibókum um búnað á landi hér fyrr á öldum, verður ekki annað séð, en að landbúnað- ur hafi verið rekinn með líku sniði um allt land. Þá var ekki hægt að tala um viðskiptabúskap. Hvert heimili reyndi af fremsta megni að framleiða sem mest og flest af því, sem nauðsynlegast var til fæðis og klæða. Hestarnir voru farar- og flutningatækin, nautpeningurinn lagði til mjólk, kjöt og efni í skófatnað og sauðféð lagði til kjöt, mjólk, ull og skinn. Aðal fæða sveitamanna var því kjöt, mjólk og mjólk- urafurðir, skyr og ostar. Ur ullinni var unninn alls konar fatnaður, fyrst og fremst til heimilisþarfa, en einnig nokk- uð til sölu eða til að láta í skipti fyrir aðrar nauðsynjar t. d. fisk o. fl. Allir heimilismenn, ungir sem gamlir, unnu baki brotnu allan ársins hring og settu metnað sinn í að efla hag húsbænda og heimilis eftir beztu getu. Þannig lifði

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.