Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Side 48

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Side 48
50 Er félagið var stofnað, var gert ráð fyrir, að flestir bænd- ur í Sauðaneshreppi myndu ganga í það, en sú varð þó ekki raunin á. Aðalstyrkur félagsins var því í Þórshöfn og næstu bæjum fyrir norðan og sunnan, auk þeirra Þistilfirðinga, er í félagið gengu. En þótt félagið væri fámennt, var mikið unnið að jarðabótum á vegum þess frá byrjun, enda not- færði félagið sér lærdóm og þekkingu búfræðinga þeirra, er þá komu nýútskrifaðir frá búnaðarskólunum, og tók í sína þjónustu jarðabótaverkfæri þau, er þeir höfðu lært að nota og fluttu oft með sér frá skólunum, einkum frá Ólafs- dal. Um og eftir aldamótin hafði búnaðarfélagið vinnuflokka við jarðabóta-vinnu árlega. Fyrsti þessara vinnuflokka var undir stjórn Jónasar Pálssonar, síðar bónda í Kverkártungu. Var Jónas búfræðingur frá Ólafsdal, útskrifaðist vorið 1898, og var við jarðabótavinnu á Langanesi og víðar í allmörg sumur. Þá var og Guðmundur Vilhjálmsson, frá Ytri-Brekk- um, síðar bóndi á Syðra-Lóni og kaupfélagsstjóri í Þórshöfn, nokkur sumur við jarðabótastörf á vegum Búnaðarfélags Þórshafnar. Var Guðmundur búfræðingur frá Ólafsdal og útskrifaðist þaðan 1903. Hann notaði fyrstur manna þar plóg og önnur jarðyrkjuáhöld, er hestum var beitt fyrir. Vorið 1910 var ráðinn vinnuflokkur með hesta og jarð- yrkjuverkfæri innan úr Reykjadal. Var verkstjóri flokksins Árni Jakobsson, síðar bóndi í Skógarseli. Þessi vinnuflokk- ur vann samfleytt í þrjú sumur að jarðarbótum á Langanesi. Var sérstaklega unnið mikið hjá Daníel Jónssyni, bónda á Eiði. Enda mun hann hafa sléttað um 20 dagsláttur á til- töhdega fáum árum. Á þessum árum vann og annar flokk- ur jarðabótamanna á Þórshöfn og nálægum bæjum. Kom sá vinnuflokkur úr Eyjafirði. Verkstjóri var Jón Trampe. Hafði hann hesta og jarðyrkjuverkfæri og þótti afkasta- mikill. F.r talið, að liann hafi fyrstur manna sáð þar gras- fræi. En fyrsta sáðsléttan, sem gjörð var í tíð Búnaðarfélags

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.