Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Qupperneq 49
51
Þórshafnar, mun hafa verið gjörð hjá Árna Davíðssyni,
Gunnarsstöðum.
Eftri 1915 fór nokkuð að draga úr framkvæmdum Bún-
aðarfélags Þórshafnar, enda gengu þá úr félaginu bændur
úr Þistilfirði, er verið höfðu þar félagsmenn frá fyrstu tíð
og ætíð drjúgir liðsmenn.
Fyrir forgöngu þeirra Jóhannesar Árnasonar, bónda á
Gunnarsstöðum og Ólafs Þórarinssonar, bónda í Laxárdal,
var þann 12. júní 1915, stofnað Búnaðarfélag Þistilfjarðar.
Var það vonum seinna en við hefði mátt búast, að Þistil-
firðingar stofnuðu sitt eigið búnaðarfélag, því vitað er með
vissu, að þá voru liðin að minnsta kosti 45 ár frá því að
fyrst var farið að vinna að jarðabótum þar í sveit.
Eitt af fyrstu verkum Búnaðarfélags Þistilfjarðarhrepps
var að kaupa jarðyrkjuverkfæri, er það svo lánaði félags-
mönnum. Seinna hélt það uppi vinnuflokkum, er unnu að
jarðabótum allt sumarið.
Búnaðarfélag Þistilfjarðar gerðist brátt athafnasamt og
hugkvæmt og hafði mörg járn í eldi. Það annaðist eftirlit
með fóðurbirgðum og fóðrun búpenings í hreppnnm og
innan vébanda þess var stofnað kynbótafélag fyrir sauðfé,
og er sá kynbótastofn nú talinn einn af beztu sauðfjárstofn-
um landsins. Þá hefur þar verið komið á laxaklaki og lax-
veiðar starfræktar með góðum árangri.
Eins og áður er getið, fór að draga úr framkvæmdum
Búnðarfélags Þórshafnar eftir 1915, og eftir 1920 má telja,
að það væri hætt störfum. En bændur á Langanesi undu því
ekki, að ekki væri starfandi búanðarfélag í hreppnum. Var
svo í apríl 1924 stofnað Búnaðarfélag Langnesinga, er hef-
ur starfað síðan.
Aðalhvatamaður að stofnun félagsins og fyrsti formaður
þess var Jónas Helgason, búfræðingur frá Árseli, síðar bóndi
í Hlíð.
Búnaðarfélag Langnesinga var um skeið eitt fjölmenn-
4'