Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Blaðsíða 58

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Blaðsíða 58
Aðal viðfangsefni fundarins var að ræða um stofnun og starfræksfu Sambandsins. Var að loknum umræðum sam- þykkt samhljóða að stofna Búnaðarsamband Norður-Þing- eyinga. Þá voru samþykkt lög fyrir Sambandið, kosin stjórn og samin fjárhagsáætlun. Stofnun Búnaðarsambands Norður-Þingeyinga, ber bænd- um héraðsins fagurt og órækt vitni um djarfhug og félags- þroska og sýnir meðal annars, að þeir höfðu þrek og djörf- ung til að troða nýjar brautir, því þetta var fyrsta sýslu- búnaðarsambandið, sem stofnað var hér á landi. Og þar með var rofið hið viðurkennda Búnaðarsambandakerfi, er búið var að setja upp og Búnaðarfélag íslands og ríkisstjórn hafði lagt blessun sína yfir. Auk þess var vitað, að Ræktunarfélag Norðurlands leit þessa Sambandsstofnun óhýru auga og taldi þetta uppreisn gegn yfirráðarétti þess og forystu í bún- aðarmálum á Norðurlandi.1') En vegna hinnar öruggu og traustu aðstöðu, er Sambandið hafði innan héraðs, kveið það ekki utanhéraðs andstiiðu, þótt sú yrði reyndin á, að andstaða Búnaðarþings og Búnaðarfélags fslands yrði hinu nýstofnaða Sambandi erfiðari, en þeir svartsýnustu höfðu látið sér til hugar koma og verður vikið að því í öðrum kafla. 1) Ég held, að höf. mikli fyrir sér andstöðu mína og Ræktunarfé- lagsins. Hvað mig áhrærir, þá lagði ég áherzlu á, að Bf. ísl. og Búnaðar- þing veitti Rf. Nl. þann styrk til sambandsstarfsemi, er því bar að réttu, og gerði því kleift að styðja búnaðarsamtök og búnaðarframfarir í hinum ýmsu héruðum innan vébanda Rf. Nl., en eftir að sýnt varð, að þetta fékkst ekki án þess að kljúfa Ræktunarfélagið í mörg smærri sambönd, stóð ég eigi gegn þeirri þróun og studdi hana jafnvel með því að vinna að stofnun eins sambandsins, þótt ég sé þeirrar skoðunar, að skipting Rf. Nl. í sex sambönd hafi að sumu leyti veikt samtökin og að þessi nýju sambönd ættu að hafa meiri samstöðu en orðið hefur. Það kom í ljós þegar, er þessi skipan var á komin, að þá sá Bún- aðarþing sér ekki fært að rýra styrkinn til Rf. Nl. neitt að ráði, en veitti hinum nýju búnaðarsamböndum verulegan styrk, er það áður hafði neitað að veita til búnaðarsambandsstarfsemi Rf. Nl. Ó. J.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.