Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Page 59

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Page 59
61 Á aðalfundi Sambandsins 1928, gengu Búnaðarfélag Keld- hverfinga og Búnaðarfélag Langnesinga í Sambandið og sömuleiðis Búnaðarfélag Fjallahrepps, er stofnað hafði ver- ið á árinu. Árið 1931 gekk hið nýstofnaða Búnaðarfélag Austur- Sléttu í Sambandið og ári síðar Búnaðarfélagið „Arður“, en meðlimir þess höfðu áður verið í Búnaðarfélagi Þistil- f jarðar. Þegar Sauðaneshreppi var skipt, og Þórshöfn varð sér- stakt hreppsfélag, var stofnað þar búnaðarfélag, er gekk í Sambandið árið 1949. Hafa því frá 1928 öll búnaðarfélög sýslunnar verið í Sambandinu og átt fulltrúa á fundum þess. III. kafli. — Stjórn og starfsmenn. Eins og áður er frá sagt, var á stofnfundi B. S. N. Þ. kos- in stjórn Sambandsins, fornraður og tveir meðstjórnendur. Formaður var kosinn Jón Sigfússon, bóndi á Ærlæk, og gegndi hann því starfi í 8 ár, eða til 30. apríl 1935. En þá tók við Guðni Ingimundarson, bóndi á Hvoli og hefur hann gegnt formannsstarfinu síðan. Meðstjórnendur voru kosnir þeir Benedikt Kristjánsson, bóndi Þverá, og Helgi Kristjánsson, bóndi í Leirhöfn, og hafa þeir verið í stjórn Sambandsins til þessa dags. Fyrstu þrjú árin fékk formaður enga þóknun fyrir störf sín, en 1930 voru honum greiddar kr. 50.00 og nokkrum árum síðar var sú upphæð hækkuð í kr. 150.00 og mun nú komin í kr. 300.00 á ári. F.n þar að auki hefur formaður fengið greiddan útlagðan ferðakostn- að í þarfir Sambandsins. Meðstjórnendur hafa aldrei tekið neina þóknun fyrir störf sín, en frá 1933 hefur þeim verið endurgreiddur útlagður ferðakostnaður, bæði á stjórnar- fundi og aðalfundi Sambandsins. Störf stjórnarnefndar hafa verið í því falin að vaka yfir velferð Sambandsins og fylgjast með öllum nýjungum á

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.