Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Síða 60

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Síða 60
62 sviði landbúnaðar, er að gagni mætti koma á Sambands- svæðinu. Þá hefur stjórnarnefndin annazt allar fjárreiður Sambandsins og aflað því fjár eftir beztu getu tii nauðsyn- legra útgjalda. Einnig hefur hún boðað til funda, undirbú- ið málefni þau, er lögð hafa verið fram og séð um fram- kvæmd þeirra ályktana, er Sambandsfundir hafa samþykkt. Þá hefur stjórnarnefnd og ráðið menn til starfa fyrir Sam- bandið eftir þörfum, annazt alla reikningsfærsiu og nauð- synlegar bréfaskriftir. Meðan styrkir frá Búnaðarfélagi íslands voru veittir í einu lagi til Búnaðarsambandanna í Norður- og Suður- Þingeyjarsýslu, voru það stjórnarnefndir Sambandanna, er áttu að annast skiptin. En þar sem þau fóru venjulega fram í Húsavík eða á Laxamýri, var það oft erfiðleikum bundið og dýrt að sækja þá fundi. Var formanni B. S. N. Þ. venju- lega falið að annast skiptin fyrir þess hönd, og gengu þau greiðlega eftir að búið var að finna viðunandi skiptagrund- völl. Var niðurstaða skiptanna oftast þannig, að B. S. N. Þ. fékk rúmlega y3 af þeirri upphæð, er til skipta kom. Á stofnfundi B. S. N. Þ. var Sigurpáll Jónsson, bóndi í Klifshaga, kosinn endurskoðandi reikninga Sambandsins, og gegndi hann því starfi tii 1932. En 1933 var Baldur Öx- dal, bóndi og hreppstjóri að Sigtúnum, kosinn endurskoð- andi og hefur gegnt því starfi síðan. Áður en B. S. N. Þ. var stofnað, annaðist Ræktunarfélag Norðurlands jarðabótamælingar og leiðbeiningar í jarðrækt hér í sýslu. En um leið og B. S. N. Þ. tók til starfa, tók það mælingar og leiðbeiningarstarfsemi í sínar hendur og hefur annazt þær síðan. Fyrsti mælinga og starfsmaður Sambandsins var Guð- mundur Björnsson búfræðingur frá Grjótnesi. Annaðist hann allar jarðabótamælingar á Sambandssvæðinu, leið- beindi bændum í jarðrækt og búfjárrækt og var ráðunaut- ur stjórnarnefndarinnar um allar búnaðarframkvæmdir. Guðmundur Björnsson var mikill áhugamaður um allt, er

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.