Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Blaðsíða 5
LANDSBÓKASAFNIÐ 1946—194 7
5
land. — Noregs Riksarkiv, Oslo. — Norges geologiske undersökelse. Oslo. — Norsk hist-
orisk Kjeldeskrift Institutt, Oslo. — Det norske videnskapsakademi, Oslo. — Gunnar
Palmgren, dr. jur., Helsingfors. -— Dr. Giacomo Prampolini, Milano. —Public Libraries,
Liverpool. — Rigsarkivet, Kbh. — Riksdagsbiblioteket, Stockholm. — Dr. Hans
Schlesch, Kbh. — Schultz Forlag, Kbh. — Carlo Sirakian. Paris. — Smithsonian Insti-
tution, Washington. — Soviet Legation, Rvík. — Staats- und Universitats-Bibliothek,
Hamburg. — Statsbiblioteket, Aarhus. — Statens undersöknings- och försöksanstalt för
sötvattenfisket, Stockholm. — Det statistiske department, Kbh. — Dr. Marie C. Stopes,
Dorking, England. — Dr. Lawrence S. Thompson, Kalamazoo, U. S. A. — Ukrainian
Society for Cultural Relations with Foreign Countries, Kiev. — United States Govern-
ment Office of War Information. — Universitetsbiblioteket, Helsingfors. — Universi-
tetsbiblioteket, Kbh. — Universitetsbiblioteket, Lund. — Universitetsbiblioteket, Oslo.
— Universitetsbiblioteket, Uppsala. — Universitáts-Bibliothek, Kiel. — Veterinær-
direktoratet, Kbh. — Det Veterinære Sundhedsraad, Kbh. — Dr. Emil Walter, Oslo.
— Yale University Library.
Landsbókasafnið þakkar gefendum öllum, innlendum og erlendum, góðvild og vin-
arhug.
„ , . , A árinu 1946 var öld liðin frá stofnun handritasafns Landsbóka-
Handritasaimo
safnsins, en grundvöllur þess var lagður með kaupum stjórnarinn-
ar á hinu merka handritasafni Steingríms biskups Jónssonar, sem Landsbókasafninu
var fengið til eignar árið 1846. Fyrirhugað var að minnast þessa merka afmælis í Ár-
bókinni með yfirliti um sögu handritasafnsins. Því varð þó ekki við komið að þessu
sinni, en verður gert þegar ástæður leyfa.
Á árunum 1918—1937 var gefin út skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins í þrem-
ur stórum bindum, og eru þar talin öll handrit, sem safnið hafði eignazt til loka ársins
1934. Sumarið 1947 var prentað 1. aukabindi við skrár þessar, og eru þar skráð þau
handrit, sem við hafa bætzt á árunum 1935—1946, en þau eru 962 að tölu. Er þar
merkast safn dr. Hannesar Þorsteinssonar, sem Landsbókasafnið keypti af Háskóla
íslands árið 1938. Aukabindi þetta samdi dr. Páll Eggert Ólason eíns og hinar fyrri
handritaskrár. Fylgja því lyklar og nafnaskrá með sama sniði og áður, en auk þess er
þar stafrofsskrá um rímnahöfunda og rímur þeirra, og tekur hún einnig yfir rimur í
hinum fyrri bindum. I prentuðum skrám safnsins eru nú skráð samtals 9562 bindi
handrita. Auk þess er til nokkuð af óskrásettum handritum, aðallega það, sem við
hefir bætzt síðan aukabindið var búið til prentunar.
Á árunum 1946—47 eignaðist safnið ýmis merk handrit, flest að gjöf, en nokkur
voru keypt.
Frá Gunnari R. Hansen, Kaupmannahöfn, barst mjög kærkomin gjöf, eftirlátin
handrit Jóhanns Sigurjónssonar skálds. Eru þar m. a. frumdrög að ýmsum leikritum
hans, kvæði, sendibréf o. fl. Var það vináttubragð af dönskum manni og ræktarsemi
við minningu skáldsins að fela þjóðbókasafni ættlands hans þessi merku handrit til
varðveizlu.