Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Qupperneq 6
6
LA NDSBÓKASAFNIÐ 19 46—19 4 7
Þorlákur Einarsson frá Borg gaf allmikið bréfasafn, er verið hafði í eigu föður hans,
síra Einars Friðgeirssonar á Borg. I safni þessu eru m. a. bréf frá Magnúsi Stephensen
konferensráði, bróður hans, Stefáni amtmanni á Hvítárvöllum og nokkrum samtíma-
mönnum þeirra. Þá er þar einnig margt bréfa úr búi þeirra Jakobínu og Gríms
Thomsens á Bessastöðum, m. a. bréf til Gríms frá foreldrum hans og systrum.
Jens Bjarnason, bókhaldari í Reykjavík, gaf gömul bréf og fleira úr dánarbúi föður-
systur sinnar, Ingibjargar Jensdóttur. Eru þar m. a. allmörg bréf frá Jóni Sigurðssyni
forseta til Jens Sigurðssonar rektors og ýmislegt fleira markvert og kærkomið.
Halldór Kiljan Laxness, rithöfundur, gaf mikið safn af handritum skáldsagna sinna
og annara rita, og mundi vel þegið að fleiri skáld og rithöfundar færu að dæmi hans.
Dr. C. V. Pilcher, biskup á Sydney, gaf enska þýðingu á Lilju, sem hann hefir
sjálfur gert.
Þá barst safninu mikil gjöf frá börnum Sigurðar búnaðarmálastjóra Sigurðssonar,
eftirlátin handrit hans o. fl. í 17 stórum pökkum. Handrit þessi verða ekki til afnota
fyrst um sinn nema með sérstöku leyfi gefendanna.
Aðrir gefendur handrita eru þessir: Andrés Johnson, þjóðminjasafnari í Hafnar-
firði; Arni Magnússon, Flögu í Villingaholtshreppi; Bjarni Jónsson, fyrrv. banka-
stjóri, Rvík; Björn Guðmundsson, Lóni í Kelduhverfi; Geir jónasson, bókavörður,
Rvík; Jóh. Gunnar Ólafsson, bæjarfógeti, ísafirði; Guðmundur Benediktsson, bók-
bindari, Rvík; Halldór Halldórsson, bankafulltrúi, Rvík; dánarbú Hallgríms Hall-
grímssonar, bókavarðar, Rvík; Haraldur Sigurðsson, bókavörður, Rvík; Ingvar
Brynjólfsson, menntaskólakennari, Rvík; Jóhann Pétursson, bóksali, Rvík; Kári Sól-
mundarson, fræðimaður, Rvik; Kristinn Guðlaugsson, bóndi, Núpi í Dýrafirði; síra
Matthías Eggertsson, fyrrv. prestur í Grímsey; dr. Páll Eggert Ólason, Rvík; frú Rann-
veig K. G. Sigbjörnsson, Leslie, Saskatchewan; Sigurður Björgólfsson, ritstjóri, Siglu-
firði; dr. Stefán Einarsson, prófessor í Baltimore; Stefán Magnússon og Sveinbjörn
Sigurðsson, Rvík; Vigfús Helgason, Hólum í Hjaltadal; Vilmundur Jónsson, land-
læknir, Rvík; Þorbjörn Magnússon, vistmaður á elliheimilinu Gimli, Winnipeg; Þórður
Jónatansson, bóndi á Öngulsstöðum í Eyjaf.; Þorsteinn M. Jónsson, skólastj., Akureyri.
Landsbókasafnið færir gefendum handritanna beztu þakkir fyrir velvild til safnsins
og ræktarsemi um varðveizlu þjóðlegra ritminja.
Af keyptum handritum eru merkust eiginhandarrit Jóns Stefánssonar frá Litluströnd
(Þorgils gjallandi), en þau eru nú flest eða öll komin í eigu safnsins.
í ianúar 1946 var sú breyting serð á starfstíma í Landsbókasafn-
Lestrarsalur
inu, að lestrarsalur er nú opinn almenningi frá kl. 10 að morgni til
kl. 10 að kvöldi, að undanskildum matmálstímum frá kl. 12—1 og 7—8, eða 10 stundir
á dag í stað 6 stunda áður. Arið 1945 töldust gestir í lestrarsal alls 10511, en 1946
15015, þar af 2323 frá kl. 10—12 að morgni, en 2270 kl. 8—10 að kvöldi. Árið 1947
reyndust þessar tölur svipaðar, eða gestir samtals 15324, þar af 2655 fyrir hádegi og
2600 í kvöldtímanum. Þess ber að gæta, að tölur þessar eru teknar eftir gestabók safns-
ins, en nokkuð kveður að því, að gestir gleymi eða vanræki að skrá þar nöfn sín, og