Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Qupperneq 7
LA N D S B 0 KASAFNlfi 19 4 6 — 1947
7
mun því tala gesta að réttu lagi vera talsvert hærri. Allmikill hluti gestanna hefir verið
ungt fólk úr skólum bæjarins. og hefir aðsókn þess stundum verið meiri en æskilegt
getur talizt. Lestrarsalurinn er ekki ætlaður unglingum til venjulegs námsbókalesturs,
heldur fyrst og fremst fræðimönnum og öðrum, sem nota þurfa þar bækur og handrit,
sem ekki er kostur annars staðar.
Minnst aðsókn að Iestrarsalnum hefir verið sumarmánuðina (5—6 hundruð gestir
á mánuði, nokkru fleiri í september, um 8001. Aðra mánuði hefir tala gesta verið
nokkuð jöfn, 15—18 hundruð.
Lánuð voru í lestrarsal 1946 18380 hindi prentaðra hóka og 6234 handrit, eða sam-
tals 24614 bindi. Arið 1947 var notkun bóka svipuð, 18553 bindi prentaðra rita og
5943 handrit, eða alls 24496 bindi. Árið 1945 voru lánuð í lestrarsal samtals 23550
bindi prentaðra bóka og handrita. svo að mikið vantar á, að hindatala lánaðra hóka
hafi vaxið að sama skapi og tala gesta. Flestar hækur hafa verið notaðar úr 0-flokki
(aðallega blöð og tímarit ), þá úr 8. flokki (fagrar bókmenntir, hókmenntasaga) og 9.
flokki (sagnfræði, æfisögur, landafræði), en fæstar úr 1. flokki (heimspeki). Hand-
bækur í lestrarsal eru mikið uotaðar, einnig ný tímarit, er þar liggja frannni. Notkun
handrita er miklu meiri í hlutfalli við gestafjölda sumarmánuðina heldur en að vetr-
inum, enda eru þá vinnuskilyrði í lestrarsalnum betri fyrir fræðimenn.
,, Utlán hafa farið fram kl. 1—3 daglega eins og áður. Stefnt er að
Utlan . ,
því, að minnka sem mest útlán íslenzkra bóka, og jafnframt er geng-
ið ríkara eftir því en áður, að bókum sé skilað á réttum tíma. Einnig hafa verið tak-
mörkuð lán erlendra rita, sem örðugt væri að bæta ef glötuðust. Dregið hefir úr út-
lánum vegna þessara ráðstafana og voru aðeins lánuð 3320 bindi árið 1946 og 3278
bindi 1947.
Myndavélar
Eins og getið var í síðustu Árbók höfðu verið gerðar ráðstafanir til
þess að safnið gæti eignazt myndatökuvélar, en afhending þeirra
tafizt. Safnið hefir nú fengið tvær vélar af fullkomnuslu gerð til þess að taka myndir
og mikrofilmur af handritum og bókum. Var önnur þeirra, Photostat-vél, keypt hjá
Photostat Limited í London með aðstoð íslenzka sendiráðsins þar. Verð hennar á
staðnum með tilheyrandi tækjum var um 18.000 kr. Vél þessari hefir verið komið
fyrir í kjallara hússins og reynisthún ágætlega. Mikrofilmu-vélin (Micro-File Recordak.
Model C-11 var keypt í New York með aðstoð dr. Helga Briem, aðalræðismanns ís-
lendinga þar. Verð hennar á staðnum vrar um 23.000 kr. Vegna rúmleysis í húsi safns-
ins hefir eigi verið unnt að taka vél þessa til notkunar ennþá.
Vélar þessar eru Landsbókasafninu hinn mesti fengur og ber að þakka þeirri ríkis-
stjórn, sem hlut átti að máli um útvegun þeirra, góðan skilning á þörfum safnsins.
Sumarið 1946 afhenti dr. Helgi P. Briem, aðalræðismaður íslend-
inga í New York, Landsbókasafninu að gjöf málaða rnynd af dr.
Halldóri Hermannssyni, prófessor og bókaverði í Ithaca, sem gert hafði Halldór Pét-
ursson, listmálari, að tilhlutun nokkurra íslenzkra vina dr. Halldórs, er staddir voru
vestan hafs.
GóS gjöf