Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Page 8
8
LANDSBÓKASAFNIÐ .1946—1947
Dr. Halldór Hermannsson er svo kunnur fyrir störf sín á sviði íslenzkrar bókfræði
og bókmenntasögu, að þess gerist ekki þörf að rekja þau hér. Bókaskrár hans og önn-
ur rit eru ómetanlegar handbækur öllum, sem fást við íslenzk fræði, og ekki sízt bóka-
söfnurum og starfsmönnum bókasafna. Landsbókasafninu er því hin mesta ánægja að
geta prýtt húsakynni sín með mynd af honum eftir einn hinna efnilegustu listamanna
vorra og færir gefendunum hér með beztu þakkir fyrir þessa ágætu gjöf. Mynd af
málverkinu er prentuð hér að framan.
Á b'kin ^ð þessu sinni eru prentaðar í Arbókinni tíu ritgerðir um bókfræði
og bókmenntaleg efni eftir kunna íslenzka menntamenn. Ritgerðir
þessar hafa einnig verið gefnar út í sérstakri bók, sem tileinkuð er dr. Halldóri Her-
mannssyni í tilefni af sjötugsafmæli hans 6. þ. m. Þótti vel við eiga, að þjóðbókasafn
íslendinga minntist með einhverjum hætti hins ágæta brautryðjanda í íslenzkri bók-
fræði, sem nú lætur af bókavarðar- og kennslustörfum fyrir aldurs sakir. Afmæliskveðju
þessari fylgir svohljóðandi ávarp, undirritað af 142 Islendingum: „Dr. phil. Halldóri
Hermannssyni, bókaverði og prófessor, sem um nærfellt hálfrar aldar skeið hefir
unnið ómetanlegt starf í þágu íslenzkra fræða, fornra og nýrra, og framar öllu íslenzkr-
ar bókfræði, er þessi afmæliskveðja send sjötugum í þakklætis og virðingar skyni.“
Annað efni Árbókarinnar er með sama hætti og síðast. Skrá um íslenzk rit 1946 hefir
skrásetjari safnsins, Ásgeir Hjartarson, bókavörður, samið að mestu. Eigi var unnt að
prenta að þessu sinni skrá um bækur ársins 1947, þar sem bókaskilum þess árs er enn
hvergi nærri lokið. Þá er hér prentuð skrá uin rit á erlendum málum varðandi ísland
eða íslenzk efni, sem safnið hefir eignazt 1946—’47, en þó eins og siðast aðeins talin
nýleg rit.
Landsbókasafni, 31. janúar 1948.
Finnur Sigmundsson.