Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Page 59
BJÖRN SIGFÚSSON
Sálmar Kolbeins Grímssonar undir Jökli
Af 17. aldar skáldum eiga Hallgrímur prestur og Kolbeinn undir Jökli mesta þjóð-
sagnafrægð á Islandi. Annar var guðs maður og glímdi við hann Jakobsglímu sína.
Hinn var fjandans maður og glímdi við hann, og vænti þar hvorugur griða af öðrum.
Brot af þjóðsögum um Kolbein hefur Gísli Konráðsson skráð einna fyrstur, en
brostið ýtarlegri frásagnir. í þjóðsögum Jóns Árnasonar og víðar er sagt meira af
skiptum Kolbeins og kölska, einkum það, er þeir fóru í hart út af eignárrétti á sál
Kolbeins og kváðust á um svarta nótt við Svalþúfu á sj ávarhömrunum miklu út frá
Lóni, þar sem skáldið bjó lengst. Stephan G. Stephansson hefur víst eitthvað heyrt um
Kolbein fleira en það, sem hann átti kost á að lesa í prentuðum bókum. Hann orti um
hann Kolbeinslag og lætur hann kveðast á við fjandann um sál sína á klettadrang í
útsæ, róa til móts þess einn á bát. Sú gerð þjóðsögunnar kann að rekja rót til eins af
kvæðum Kolbeins, þar sem hann minnist ævi sinnar og hefur þetta viðlag:
Eg hef róið illan sjó
Og öfuga strauma barið.
Landfallið bar mig heim í varið.
í kvæðinu er m. a. þetta erindi, sem gerir ógleymanlegan ótta sjómannsins við ham-
ramman djöful undirdjúpsins og hafsaugað, þar sem afrás allra veraldarvatna fossaði
niður að vítisdyrum hans. Kolbeinn reri út til að mæta djöfsa:
Hafs að auga hart svo nær
í heimskuvillu eg renndi.
Undirdjúpin, engum fær,
eru þar fyrir hendi,
andskotinn með krappar klær,
— kremur hvern, sem náir. —
Eg hef róið illan sjó.
Endalaus þann ánauð slær,
sem í fer djöfla snarið.
Landfallið bar mig heim í varið.