Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Side 62
62
BJÖRN SIGFÚSSON
það er nú bænin mín,
að þú á þessum degi
þinn son forlátir eigi,
herra, sem hæstur skín,
Ljúfi guð, faðir lífsins míns,
langt virztu frá mér hrinda
allri mótþróan anda þíns,
en ótta þinn til mín binda.
Veittu mér náð,
svo brigzlin bráð
og breytni ill mætti þverra.
Innrættu mér
allt það, sem þér
þóknast, minn góði herra.
Yfir mér þín miskunn upp renni
sem morgunsólin skær
eða vordögg völlur kennir,
sá vel frjóvgast og grær.
Geisli þinnar guðdómsveru
gleðji hjartað mitt,
svo að hátt í heiði beru
hjálpráð upp renni þitt.
Sem morgunstjarnan mæt
það lifanda ljósið sanna
lýsir upp hjörtun manna,
og af kemur unun sæt.
Hjálpráð guðs er sól, sem renna skal upp í beru heiði. En til þess, að heiðið um hana
verði bjart og bert, þarf geisli guðs að verma mannshjartað að fyrrabragði, segir í vís-
unni að ofan. Ella fer eins og sagt er af nágranna Kolbeins, Birni í Oxl, þegar hann sagði
á sjálfan páskadag á Knerri, er sól skein í heiði: „Nú eru sólarlitlir dagar, bræður“
(Þjóð. J. Á. II, 117). Með þeirri blindu Bjarnar tábiar þjóðsagan skuggann yfir óguð-
legum huga, og þessu snýr Kolbeinn hér yfir í rétttrúnaðarguðfræði á hinn skáldlegasta
hátt.
Hin bjarta trú Kolbeins er að nokkru leyti eins svartsýn á manneðlið og vænta mátti
í samtíð síra Hallgríms. Kolbeinn segir: