Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Page 63
SÁLMAR KOLBEINS GRÍMSSONAR
63
Upplýs þú, drottinn dýr,
náttúru nauðablinda,
sem næsta hneigð er til synda,
þar ekkert gott inni býr.
Því skal maður rækta í sér guðs vilja við nytsemdarstörfin:
Æviloks dag og andláts stund,
upprisu mína og þinn samfund,
ó, guð, verka þú allt í mér
eftir því, sem þokknast þér,
hvað æru og dýrð þína auka kann
og mig kann gjöra hjálplegan.
Vondum draugum og værðardvöl,
vökum óþarfalöngum,
illri bugsun og allri kvöl,
áhuga heimsins röngum,
þessum geymdu mig þrautum frá.
Þig einn láttu mig stunda á
af hug með fremstu föngum.
Aftur að morgni er til sett
erfiði konum og körlum,
voldugur sínum verkum rétt
vel hefur skikkað öllum.
Jörðin er full með gæzku guðs.
Gott væri því og vel til siðs,
vér kynnum um kvöld og morgna
að heiðra þann með dug og dáð
drottin, sem blessar allt vort ráð
enn nú eins og til forna.
Glæsileiki fornmanna vex Kolbeini ákaflega í augum, rímnaskáldinu, og skal því
ekki blandað hér við sálmana. Réttlætishugmyndir hans eru að nokkru úr fornsögum
fengnar, en fléttaðar við trú og settar andspænis þeirri eymd og ranglátum byrðum,
sem almúginn verði að rigast með á 17. öld. Hann biður um réttlæti:
Vængjaskjól þitt mín verndin er.
Að vísu hefur sig fest á þér
sál mín, svo forðist rauna rig.
Réttlætið þitt varðveiti mig.