Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Side 64
64
BJÖRN SIGFÚSSON
Sem yfir jörð er himinn hár,
herra, þín mikla góðvild stár
og þinn sannleiki yfrið vítt,
eins og það skýin ganga títt.
Hægri styrkir mig höndin þín.
Huggar réttlætið öndu mín.
Um guðfræðiefni öll og yrkisefni hefur Kolbeinn stuðzt við bænakver Havermanns,
sem nefnt er á titilblaði og var mjög haft lil uppbyggingar langan aldur, síðan Oddur
biskup Einarsson gaf það út á íslenzku fyrstur. Fyrirmyndin hafði margt til síns
ágætis, en dró úr frumleik Kolbeins. Mjög er hins vegar merkilegt, að Kolbeinn
gengur þegjandi frarn hjó öllum athugagreinum Havermanns um fjölkynngi og hin
viðkvæmari siðferðismál og tekur ekki undir hið þýzka herrasmjaöur hans og áróður
um skilyrÖislausa undirgefni við valdsmenn, jafnt illa sem góða. Vera má, að um-
mæli um galdra hafi snert Kolbein mjög sjálfan. Hann yrkir aldrei um þá í veraldlegum
kvæðum heldur. Brennt barn forðast eldinn. Um skírlífismál gat Kolbeinn ekki kveðið
i Havermanns stíl, var of íslenzkur sveitamaður til þess. Og fyrir rangsleitnum valds-
mönnum vildi hann ekki krjúpa. I mansöngvum rímna sinna er honum tamt að minn-
ast undirokaðra smælingja, og drottinvald yfirstéttar er ekki guðs náð að þakka,
heldur yfirgangssömum forfeðrum hennar, sem brutu menn undir sig, eins og Kolbeinn
lýsir í Sveinsrímum:
Aðra srnáðu eyðar nöðru slóða,
kúguðu af þeim frægð og féð,
í friði gótu engan séð.
Torvelt mundi með stórþjóðum að finna sambærilega alþýðumenn við Kolbein á
galdrabrennuöld. íþrótt hans, skapsmunir og hugsunarsjálfstæði skipa honum á bekk
með úrvalsmönnum, lífskjörin voru þrautabasl, umhverfið svívirt og undirokað land.
Hann náði þroska, eins og Stephan skýrir í Kolbeinslagi:
Því eðli Kolbeins var yfirmennt.
Hann orkaði því, sem er fáum hent,
að lepja upp mola um lífsins stig,
en láta ekki basliö smækka sig.